Enn og aftur!
Enn og aftur ganga leikmenn Liverpool og Chelsea á hólm. Leikurinn í kvöld verður sextándi leikur þessara liða á síðustu fjórum leiktíðum! Liðin hafa, í þessum rimmum, leikið saman í öllum keppnum á Englandi auk leikja í Meistaradeildinni. Liverpool hefur slegið Chelsea út úr F.A bikarnum, tvívegis í Meistaradeildinni auk þess að leggja liðið að velli í leik um Samfélagsskjöldinn. Chelsea leitar því hefnda í kvöld. En Liverpool fær líka tækifæri til hefnda því Chelsea vann úrslitaleik liðanna um Deildarbikarinn 2005. Chelsea vann þá 3:2 sigur á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff. Sigur Liverpool myndi vera góð hefnd fyrir það sára tap!
Liverpool á þó erfitt verkefni fyrir höndum því liðið hefur sjaldan unnið á Stamford Brigde í seinni tíð. Reyndar hefur Liverpool aðeins unnið einu sinni á Brúnni frá leiktíðinni 1989/1990. Sigur í kvöld yrði því sannarlega vel þeginn.
Hér er svo gott yfirlit yfir viðureignir liðanna í gegnum tíðina.
-
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki