UEFA rannsakar ekki Besiktas-leikinn
Knattspyrnusamband Evrópu er ekki að rannsaka hvort svindl hafi átt sér stað í stórsigri Liverpool á Besiktas í Meistaradeildinni.
Þýska blaðið Sueddeutsche Zeitung sagði frá því í dag að óvenju mikið hefði verið um veðmál fyrir þennan leik þar sem veðjað var á stórsigur Liverpool. Fréttin gekk út á að leikmönnum Besiktas hafi verið mútað til að hleypa öllum þessum mörkum inn, en enginn hjá Liverpool hafi komið nálægt þessu, Í blaðinu kom jafnframt fram að Knattspyrnusamband Evrópu vildi hvorki staðfsta né neita því að þessi tiltekni leikur væri til rannsóknar.
UEFA hefur nú tekið af skarið og lýst því yfir að aðeins einn leikur sé til rannsóknar hjá sambandinu. Það er leikur Makedonija og Cherno More í Inter-toto keppninni í júlí. Jafnframt sagði UEFA að leikur Liverpool og Besiktas væri ekki einn af þeim leikjum sem væri á skýrslu sambandsins til Interpol vegna gruns um veðmálasvindl.
-
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu

