| AB

Robbie Fowler ætlar sér að skora á Anfield

Liverpool mætir Cardiff í deildarbikarnum í kvöld og Robbie Fowler segist hlakka til að mæta á Anfield í kvöld og sýna hvað í sig er spunnið.

"Ég hef leikið á Anfield sem fyrrverandi leikmaður Liverpool með Leeds og Manchester City þannig að ég er orðinn vanur þessu. Ég býst við að fá frábærar móttökur frá stuðningsmönnum Liverpool. Þeir hafa alltaf reynst mér frábærlega og ég sé ekki ástæðu til að það hafi breyst. Ég á fjölda vina og fjölskyldumeðlima sem munu vera á vellinum þannig að ég vona að þetta verði gott kvöld fyrir alla. Það verður gaman að rifja upp gömul kynni en ég hef verkefni að vinna og ég mun gefa mig allan í þágu Cardiff."

Rafa Benítez segist gjarnan vilja sjá Robbie skora en hann vildi þá að staðan væri orðin 3-0 fyrir Liverpool. Auðvitað hefði Robbie ekkert á móti því að skora eitt mark í viðbót á Anfield: "Það væri frábært að skora mark en aðdáendur Liverpool vita hver staðan er. Cardiff City mun eiga fjölda aðdáenda á vellinum og ég vil kæta þá."

Robbie gegn Rauða hernum:

3. febrúar 2002 fyrir Leeds á Elland Road 4-0 tap.

3. maí 2003 fyrir Man City á Anfield 2-1 sigur. Ekkert mark. 

28. desember 2003 fyrir Man City á City of Manchester leikvangnum. 2-2 jafntefli. 1 mark.

11. febrúar 2004 fyrir Man City á Anfield 2-1 tap. Ekkert mark. 

21. ágúst 2004 fyrir Man City á Anfield 2-1 tap. Ekkert mark. 

9. apríl 2005 fyrir Man City á City of Manchester leikvangnum 1-0 sigur. Ekkert mark. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan