| Arnar Magnús Róbertsson

Tom Hicks: Rafa hefur okkar stuðning

Benítez hefur verið gagnrýndur fyrir róteringu sína og hafa sett Fernando Torres og Gerrard á bekkinn og svo framvegis.

En Tom Hicks annar eiganda Liverpool, sem á félagið með George Gillett, ræddi við Sky Sports í gær og hafði þetta að segja:

"Við styðjum Rafa, hann er rétti maðurinn í starfið. Róteringaraðferð hans er þekkt hjá honum, hann hefur notað hana í þrjú ár hjá félaginu. Hæfileikar Rafa til að stýra félaginu til velgengni í Meistaradeildinni eru frábærir og ætti enginn að efast um þá hæfileika."

"Við áttum slæman leik og vorum yfirspilaðir af Tyrkjunum, og við þurfum að laga spilamennskuna en við getum komist áfram. Við þurfum að vinna næstu þrjá leiki."

Þrátt fyrir gagnrýni á Rafael Benítez er Rauði Herinn ennþá ósigraður í Ensku Úrvalsdeildinni.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan