| Arnar Magnús Róbertsson

Við erum ekki úr leik

"Við erum ánægðir með hvernig við spiluðum en óánægðir með úrslitin. Við þurfum að halda áfram að spila vel og vinna síðustu þrjá leikina og sjá hvað gerist," sagði Gerrard þegar hann var spurður um möguleika Liverpool á því að komast áfram.

"Við þurfum að taka jákvæðu hlutina úr leiknum og læra af mistökunum okkar. Við eigum góðan möguleika að vinna síðustu þrjá leikina."

Gerrard viðurkennir þó að þetta sé erfitt verkefni að komast í 16 liða úrslitin:

"Þeir fengu tvö færi og nýttu þau bæði. Við spiluðum vel á köflum og okkur fannst við eiga skilið eitt ef ekki öll stigin," bætti Gerrard við.

"Þetta voru verstu möguleg úrslit, við áttum erfitt verkefni fyrir leikinn að komast áfram, en nú er þetta enn erfiðara" sagði Gerrard vonsvikinn að lokum.

Það er greinilegt að það er mikið verk eftir óunnið ef Liverpool ætlar sér áfram, en ég minni lesendur á árið 2005, það er ekkert ómögulegt í knattspyrnu.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan