| Arnar Magnús Róbertsson
Liverpool er í þriðja sæti A riðils Meistaradeildar Evrópu þegar tveimur leikjum er lokið eftir jafntefli í Portúgal gegn Porto og tap á Anfield fyrir Marseille. Staðan er alls ekki ómöguleg en hinn argentíski miðjumaður Javier Mascherano veit að það má ekkert útaf bregða í leikjunum sem eftir eru. Liverpool mætir Besiktas í Tyrklandi á miðvikudagskvöld og segir Mascherano að liðið verði að taka þrjú stig, ekkert annað kemur til greina.
"Héðan í frá eru allir leikir úrslitaleikir, að minnsta kosti í riðlakeppninni" sagði Mascherano við vefsíðuna Lfc.tv
"Við þurfum öll þrjú stigin, það er ekkert annað sem kemur til greina."
"Með því að tapa gegn Marseille gerðum við okkur erfitt fyrir en með sigri á miðvikudaginn förum við langt með því að setja örlög okkar í eigin hendur. Við förum sannarlega í þennan leik með mikinn vilja til að vinna."
Liverpool hefur gengið illa að standa sig í báðum stóru keppnunum undir stjórn Benítez en Mascherano er fullur sjálfstrausts og sér ekkert því til fyrirstöðu að reyna að vinna bæði ensku deildina og Meistaradeildina.
"Mér finnst við hafa nógu stóran og góðan hóp" sagði Mascherano.
"Við höfum tvo leikmenn að berjast um hverja einustu stöðu svo við eigum að geta barist um sigur á öllum vígstöðum, hlutirnir gengu ekki upp gegn Marseille en við getum snúið þessu við með sigri í Istanbúl."
"Ég vil vinna bæði deildina og Meistaradeildina, við munum reyna að vinna allar keppnir sem við spilum í. Ég veit það er erfitt en við reynum hvað sem við getum til að sigra. Örlög okkar eru í höndunum á þessum þarna uppi, hann mun ákveða hvað við vinnum, allt sem við getum gert er að gera okkar besta og leggja okkur alla fram"
Mascherano viðurkennir að allt annað en sigur í Istanbúl verður vonbrigði en hefur engar áhyggjur á að þessi útivöllur sé eitthvað erfiðari en hver annar.
"Alls ekki, við erum í eltingarleik um að komast áfram úr riðlakeppninni því við höfum ekki ennþá unnið. Við munum bara einbeita okkur að því að vinna en ekki hugsa um andrúmsloftið á vellinum. Ég held að þjálfarinn hafi áætlun. Við ætlum kannski ekki að henda öllum fram en við munum sækja til sigurs og koma með þessi mikilvægu þrjú stig heim."
"Það er alltaf gott að hafa stuðningsmennina á bak við þig en þetta er bara leikur þar sem ellefu leikmenn mæta öðrum ellefu, það sem gerist utan vallarins ætti ekki að hafa of mikil áhrif á okkur, við verðum að einbeita okkur að leiknum" sagði Mascherano.
TIL BAKA
Eina sem skiptir máli eru 3 stig

"Héðan í frá eru allir leikir úrslitaleikir, að minnsta kosti í riðlakeppninni" sagði Mascherano við vefsíðuna Lfc.tv
"Við þurfum öll þrjú stigin, það er ekkert annað sem kemur til greina."
"Með því að tapa gegn Marseille gerðum við okkur erfitt fyrir en með sigri á miðvikudaginn förum við langt með því að setja örlög okkar í eigin hendur. Við förum sannarlega í þennan leik með mikinn vilja til að vinna."
Liverpool hefur gengið illa að standa sig í báðum stóru keppnunum undir stjórn Benítez en Mascherano er fullur sjálfstrausts og sér ekkert því til fyrirstöðu að reyna að vinna bæði ensku deildina og Meistaradeildina.
"Mér finnst við hafa nógu stóran og góðan hóp" sagði Mascherano.
"Við höfum tvo leikmenn að berjast um hverja einustu stöðu svo við eigum að geta barist um sigur á öllum vígstöðum, hlutirnir gengu ekki upp gegn Marseille en við getum snúið þessu við með sigri í Istanbúl."
"Ég vil vinna bæði deildina og Meistaradeildina, við munum reyna að vinna allar keppnir sem við spilum í. Ég veit það er erfitt en við reynum hvað sem við getum til að sigra. Örlög okkar eru í höndunum á þessum þarna uppi, hann mun ákveða hvað við vinnum, allt sem við getum gert er að gera okkar besta og leggja okkur alla fram"
Mascherano viðurkennir að allt annað en sigur í Istanbúl verður vonbrigði en hefur engar áhyggjur á að þessi útivöllur sé eitthvað erfiðari en hver annar.
"Alls ekki, við erum í eltingarleik um að komast áfram úr riðlakeppninni því við höfum ekki ennþá unnið. Við munum bara einbeita okkur að því að vinna en ekki hugsa um andrúmsloftið á vellinum. Ég held að þjálfarinn hafi áætlun. Við ætlum kannski ekki að henda öllum fram en við munum sækja til sigurs og koma með þessi mikilvægu þrjú stig heim."
"Það er alltaf gott að hafa stuðningsmennina á bak við þig en þetta er bara leikur þar sem ellefu leikmenn mæta öðrum ellefu, það sem gerist utan vallarins ætti ekki að hafa of mikil áhrif á okkur, við verðum að einbeita okkur að leiknum" sagði Mascherano.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan