Erfitt að reikna út Marseille
Sami Hyypia sat fyrir svörum hjá fjölmiðlum fyrir leikinn gegn Marseille í Meistaradeildinni á Anfield í kvöld.
Er sanngjarnt að segja að þið verðið að bæta frammistöðu ykkar í fyrsta leiknum gegn Porto? Hvar fór eiginlega úrskeiðis?
Við vorum mjög slakir í upphafi leiksins. Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis. Mér fannst við vera einbeittir fyrir leik en við vorum mjög taugaóstyrkir í upphafi. Marseille hefur ekki byrjað tímabilið vel og við verðum að byrja leikinn af krafti og leyfa þeim ekki að komast inn í leikinn.
Hversu sterkir eru Marseille?
Marseille hefur sterka leikmenn innan sinna raða. Félagið er með nýjan framkvæmdastjóra [Belgíumaðurinn Eric Geretz] og hann hefur haft smátíma til að setja mark sitt á liðið. Marseille lék ekki um helgina og hefur því fengið góðan tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn. Það er erfitt fyrir okkur að vita hvernig þeir munu spila því nýi framkvæmdastjórinn hefur sennilega breytt leikstíl liðsins.
Verður ekki gaman að endurnýja kynnin við Bolo Zenden og Djibril Cissé?
Það verður gaman að sjá þá á ný en við verðum ekki vinir á meðan leik stendur. Þeir eru eins og hverjir aðrir andstæðingar en þeir munu fá góðar viðtökur frá aðdáendum okkar.
Hvers minnistu helst frá leiknum gegn Marseille árið 2004?
Marseille var með klassaleikmenn og Didier Drogba var okkur sérstaklega erfiður. Drogba réð baggamuninn og við féllum úr keppni. Vonandi farnast okkur betur að þessu sinni.
-
| Sf. Gutt
Skaut 50 metra yfir en nú kom það! -
| Sf. Gutt
Glæsilegur sigur á Þýskalandsmeisturunum! -
| Sf. Gutt
Frábært að koma til Liverpool! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir