| AB

Benayoun til í hvað sem er

Yossi Benayoun segist sætta sig við að vera í aukahlutverki hjá Liverpool svo framarlega sem hann fái tækifæri til að hjálpa Liverpool að vinna leiki.

Benayoun skoraði sigurmark Liverpool gegn Wigan um helgina og hefur því skorað í tveimur leikjum í röð.

"Ég myndi sætta mig við að koma inná í 20 mínútur í hverjum leik svo framarlega sem við vinnum. Ég vil bara sanna að ég sé nógu góður og geti lagt mitt á vogarskálarnar. Ef framkvæmdastjórinn segir að ég geti breytt gangi leikja þá trúi ég því. Það er góð og gild ástæða fyrir því að ég er hérna og það er að breyta gangi leikja. Maður verður að vera tilbúinn í allt. Við erum með frábært lið fullt af hæfileikaríkum leikmönnum og ég myndi ekki segja stjóranum að ég ætti að leika. Ég er til ef hann þarf á mér að halda.

Þetta var mikilvægt mark því að ef við hefðum gert jafntefli væri mikil pressa á okkur. Wigan er gott lið og mun taka fjölda stiga af andstæðingum sínum á heimavelli. Við brenndum af nokkrum marktækifærum og maður hélt að við myndum ekki skora. Við erum með úrvalslið og sjálfstraust okkar mun eflast eftir þennan sigur."

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan