| AB

Styles biðst afsökunar

Rob Styles sem breytti heldur betur gangi leiksins á Anfield um helgina hefur beðist opinberlega afsökunar á því að dæma vítaspyrnu á Liverpool gegn Chelsea:

"Allir dómarar vonast til þess að gera ekki mistök en maður getur gert þau og haft þar með áhrif á úrslit leikja. Ég gerði mistök í gær þegar ég dæmdi víti og hafði þar með áhrif á úrslit leiksins og biðst afsökunar á því."

Rob Styles hefur dæmt frá árinu 1996 og dæmdi m.a. úrslitaleik ensku bikarkeppninnar árið 2005 þegar Arsenal bar sigurorð af Manchester United í vítaspyrnukeppni. Hann hefur því mikla reynslu en pressan bugaði hann gjörsamlega í spennandi leik á Anfield sem hann rústaði upp á sitt einsdæmi.

Keith Hackett formaður dómaranefndar sagði einnig að hann hafi komið afsökunarbeiðni til Rafa Benítez og skildist að Styles ætlaði sér einnig að biðja Liverpool persónulega afsökunar.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan