Rob Styles dæmir ekki um næstu helgi
Þó að Jose Mourinho framkvæmdastjóri Chelsea teldi Rob Styles eiga góðan dag í leiknum í gær er dómaranefnd ensku úrvalsdeildarinnar ekki sammála því. Talsmaður hennar hefur tilkynnt að Styles dæmi ekki í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi vegna slakrar frammistöðu hans í leik Liverpool og Chelsea.
Það er ekki aðeins vítið sem gerir þetta að verkum, heldur einnig ruglingurinn sem varð þegar allt leit út fyrir að hann væri að sýna Michael Essien leikmanni Chelsea sitt annað gula spjald. Styles sagðist hins vegar aðeins hafa bókað John Terry í þessu tilviki.
"Við ætlumst til þess að dómarar taki réttar ákvarðanir þegar mikið liggur við," sagði Keith Hackett formaður dómaranefndar. "Í þessum leik tók hann rangar ákvarðanir og því mun Rob ekki dæma um næstu helgi."
-
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins!