| Ólafur Haukur Tómasson

Rafa ánægður með að fá Kewell aftur

Hinn ástralski Harry Kewell þurfti að eyða nær öllu síðasta tímabili á hliðarlínunni eftir að hafa hlotið mjög löng og erfið meiðsli. Hann kom til baka úr meiðslunum rétt undir lok síðasta tímabils og lék í síðustu tveimur deildarleikjum liðsins ásamt því að hann lék í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú í sumar tók hann svo þátt í Asíukeppninni með ástralska landsliðinu en árangur þeirra var ekki eins og vonir voru á.

Rafael Benítez er mjög sáttur með að fá hann aftur: "Ég býst við að hann muni vera mjög mikilvægur leikmaður. Þetta er eins og við séum að kaupa nýjan leikmann. Hann hefur átt í erfiðleikum síðustu tvö tímabil en við vitum að hann hefur hæfileikana og gæðin sem okkur vantar. Það var erfitt fyrir hann að leika tvo leiki í röð og ég er mjög ánægður með hann."

Harry var stuðningsmaður Liverpool þegar hann var á sínum yngri árum og hann gekk til liðs við liðið árið 2003. Þá kom hann frá gamla stórveldinu Leeds United fyrir fimm milljónir punda. Hann stóð sig ágætlega á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu og skoraði ellefu mörk í 49 leikjum, en á seinni hluta þess tímabils fór ökklinn að angra hann.

Síðan þá hefur Kewell verið mikið frá vegna meiðsla og voru þau flest öll mjög slæm, og hefur hann sjálfur sagt að hann hafi hugsað útí það að hætta í fótbolta vegna meiðslana. Á fjórum tímabilum hefur hann leikið 146 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 16 mörk.

Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni og óþolinmæði á meðan hann var meiddur og hefðu margir getað brotnað niður við það, en Harry gerði það ekki og er nú snúinn aftur. Flestir ættu nú að vita hversu hæfileikaríkur hann er og vill hann alveg örugglega sanna það nú þegar hann er heill.

Þegar lið Liverpool lék í Asíubikarnum í síðustu viku, þá ákvað Harry að stytta sumarfrí sitt til þess að geta leikið með liðinu í keppninni. Hann tók þátt í báðum leikjum liðsins og stóð sig með sóma.

Vonandi er að Kewell sé nú fullkomlega heill frá þessum meiðslum sínum og nái nú að finna formið sem að hann var í þegar að Liverpool keypti hann frá Leeds.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan