Af Asíukeppninni
Harry Kewell og félagar þurftu að vinna Tælendinga í dag til að komast áfram upp úr riðli sínum í Asíukeppni landsliða.
Ástralir voru taldir sigurstranglegir áður en keppnin hófst en aðeins sigur gegn Tælendingum gat bjargað þeim frá því að fara snemma heim. Það er skemmst frá því að segja að Ástralir hrukku loks í gang eftir brösótt gengi, sigruðu 4-0 og eru komnir í átta liða úrslit.
Joey Beauchamp skoraði fyrsta mark Ástrala á 21. mínútu. Tælendingar sóttu grimmt en tvö mörk frá Mark Viduka á síðustu tíu mínútum leiksins gerðu út um leikinn. Harry Kewell, sem kom inná sem varamaður, bætti svo fjórða markinu við í uppbótartíma eftir að hann komst einn fyrir og renndi boltanum framhjá markverðinum af öryggi.
Írakar luku keppni í efsta sæti riðilsins með 5 stig en Ástralar lentu í öðru sæti með 4 stig, jafnmörg stig og Tælendingar en innbyrðisviðureign liðanna gerði útslagið því Ástralar bættu markahlutfall sitt svo um munaði á kostnað Tælendinga.
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut