Af Asíukeppninni
Það er ekki bara í Ameríku sem landslið keppa um titilinn besta lið sinnar álfu. Asíkeppni landsliða er nú hafin. Hún er með sama sniði og Evrópukeppni landsliða og Ameríkukeppnin. Liverpool á einn fulltrúa í þeirri keppni. Sá hinn sami hóf keppni í gær.
Hér er um að ræða Harry Kewell sem er í landsliðshópi Ástrala. Í gær hófu Ástralir leik og var landslið Óman fyrsti andstæðingur þeirra. Harry Kewell var í byrjunarliði Ástrala og var honum teflt fram í sókninni með Mark Vikuka. Harry fékk fyrsta færið en náði ekki að hitta markið úr þokkalegu skotfæri. Óman náði svo óvænt forystu eftir rúman hálftíma þegar Mubarak skoraði. Ástralar, sem voru taldir sigurstranglegir í keppninni, sótti af miklum krafti undir lokin en markvörður Óman Ali Al Habsi, sem er á mála hjá Bolton, varði eins og berserkur. Það var ekki fyrr en á lokaandartökum leiksins sem Tim Cahill, leikmaður Everton, náði að jafna metin eftir að hafa náð frákasti . Leiknum lyktaði því með 1:1 jafntefli og verða það að teljast frekar óvænt úrslit.
Ástralía og Óman eru með Írak og Tælandi í riðli. Þær þjóðir skildu líka jafnar í fyrsta leik.
-
| Sf. Gutt
Virgil lítur um öxl -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Hundrað sinnum haldið hreinu! -
| Sf. Gutt
Áramótakveðja frá Arne Slot! -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Jólafrí! -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði

