Af Suður Ameríkukeppninni
Mark Gonzalez er kominn í sumarfrí eftir að Chíle féll úr Suður Ameríkukeppninni í nótt. Ríkjandi meistarar Brasilíu tóku Chíle í kennslustund og unnu 6:1 sigur á Mark og félögum. Brasilíumenn eru þar með komnir í undanúrslit. Mark átti þokkalega spretti og átti bylmingsskot í þverslá þegar staðan var 2:0. Þetta var annar sigur Brasilíumanna á Chíle en þjóðirnar voru saman í riðli. Brasilíumenn unnu þann leik 3:0. Leikmenn Chíle eru sennilega búnir að fá nóg af Brasilíumönnum!
Úrúgvæ komst líka í undanúrslit eftir 4:1 sigur á Venesúela. Heimamenn voru búnir að ná sínum besta árangri í keppninni en lengra komst þeir ekki. Þeir höfðu aldrei komist upp úr riðlakeppninni áður.
-
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins! -
| Sf. Gutt
Ben Doak seldur -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst