Kenny Dalglish


Einstakir hæfileikar

Bob Paisley:
Af öllum þeim leikmönnum sem ég hef leikið með, þjálfað eða stjórnað síðastliðin 40 ár þá er hann sá hæfileikaríkasti. Þegar Kenny er frábær þá er allt liðið frábært.

John Smith fyrrum formaður Liverpool:
Besti leikmaður sem hefur skrifað undir samning hjá félaginu á þessari öld. Hann hefur einnig sýnt fram á að hann er besti framkvæmdastjóri Englands. Menn hræðast hann og lið hans vegna hæfileikana. Mörgum finnst leikir gegn Liverpool fyrirfram tapaðir eingöngu vegna hans.

George Best:
Hann var gæddur einstökum hæfileikum. Maður getur ekki skilgreint þá. Hann var 3-4 sendingum á undan öllum öðrum. Ég fann stundum til með honum af því að samherjar hans áttuðu sig ekki á því hvað hann vildi láta þá gera. Hann var jafngóður og æskuhetja mín Di Stefano og það er mesta hrós sem ég get gefið honum.

Jimmy Armfield fyrrum bakvörður enska landsliðsins:
Besti alhliða leikmaður í breskri knattspyrnusögu.

Fyrrum stjarna Celtic Bobby Lennox:
Þegar hann var upp á sitt besta með Liverpool var hann besti leikmaður í heimi, Dalglish spilaði hvern leik eins og hann væri hans síðasti. Hann bjó yfir gríðarlegri leikgleði.

Franz Beckenbauer:
Hann er einn af bestu leikmönnum sem uppi hafa verið.

Graeme Souness:
Ég sá engan í þessu landi sem komst einu sinni í snertingu við hann. Mér kemur til hugar tveir leikmenn sem ég set ofar honum, Pele og hugsanlega Cryuff. Hann var betri en Maradona, Rummenigge eða Platini. Þegar hann var í stuði, þá var hann án nokkurs efa, besti leikmaður í heimi.

TIL BAKA