Luis Suarez

Fæðingardagur:
24. janúar 1987
Fæðingarstaður:
Salto, Úrúgvæ
Fyrri félög:
Nacional, Groningen, Ajax
Kaupverð:
£ 23000000
Byrjaði / keyptur:
31. janúar 2011
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Luis Suarez, hæfileikaríki Úrúgvæinn í liði Liverpool, hóf ferill sinn hjá Nacional í heimalandi sínu. Hann fluttist síðan til Hollands og gekk til liðs við Groningen og fór að vekja mikla athygli eftir góðar frammistöður fyrir liðið.

Hann gekk síðan til liðs við hollenska stórveldið Ajax árið 2007 og þar byrjuðu hlutirnir að gerast af alvöru. Hjá Ajax fór hann að skora og skora en eitt tímabilið endaði hann með 49 mörk í öllum keppnum fyrir félagið. Hann spilaði 110 leiki fyrir Ajax á fjórum leiktíðum og skoraði 81 mark.

Liverpool fékk þennan frábæra leikmann í sínar raðir í janúar 2011 og fengu hann á gjafaverði, aðeins 22.8 milljónir punda sem er rán um hábjartan dag á erfiðum félagsskiptamarkaði.

Suarez sem er mikill markaskorari er alls engu síðri í að búa til mörk fyrir liðsfélaga sína og skiar hann frá sér svipað mikið af stoðsendingum og hann gerir af mörkum. Markahlutföll hans hjá þeim liðum sem hann hefur spilað fyrir er mjög gott og eins og sjá má á tölfræði hans hjá Liverpool þá heldur hann uppteknum hætti hjá félaginu.

Hann átti stóran þátt í að gera landslið Úrúgvæ að meisturum í Suður-Ameríkukeppninni og var sömuleiðis valinn besti leikmaður mótsins. Hann hefur spilað 48 landsleiki fyrir Úrúgvæ og hefur skorað 21 mark.

Á því leikur engin vafi að hann hefur unnið sig inn í huga og hjörtu stuðningsmanna Liverpool á þeim stutta tíma sem hann hefur verið hjá félaginu.

Frumraun hans hjá Liverpool kom gegn Stoke fljótlega eftir að hann gekk til liðs við félagið, þá kom hann inn á sem skiptimaður og skoraði í frumraun sinni fyrir framan The Kop stúkuna rétt eins og Kenny Dalglish gerði á sínum tíma.

Suarez klæðist hinni frægu sjö-u sem margir frábærir leikmenn í sögu Liverpool hafa skartað, þar á meðal núverandi stjóri liðsins Kenny Dalglish, Peter Beardsley og Steve McManaman svo einhverjir séu nefndir.

Tölfræðin fyrir Luis Suarez

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2010/2011 13 - 4 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 13 - 4
2011/2012 31 - 11 4 - 3 4 - 3 0 - 0 0 - 0 39 - 17
2012/2013 33 - 23 2 - 2 1 - 1 8 - 4 0 - 0 44 - 30
2013/2014 33 - 31 3 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 37 - 31
Samtals 110 - 69 9 - 5 6 - 4 8 - 4 0 - 0 133 - 82

Fréttir, greinar og annað um Luis Suarez

Fréttir

Skoða önnur tímabil