Diego Cavalieri

Fæðingardagur:
01. desember 1982
Fæðingarstaður:
Sao Paulo, Brasilía
Fyrri félög:
Palmeiras
Kaupverð:
£ 300000
Byrjaði / keyptur:
11. júlí 2008

Brasilíski markvörðurinn var keyptur frá Palmeiras í júlí 2008. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning og var fenginn til að vera varamarkvörður fyrir Jose Reina. Hann er þriðji Brasilíumaðurinn sem kemur til liðs við félagið en fyrir eru þeir Fabio Aurelio og Lucas Leiva.

Cavalieri er með ítalskt vegabréf og þarf því ekki á atvinnuleyfi að halda til að leika fótbolta í Bretlandi. Hann eins og flest allir varamarkverðir Liverpool síðustu ár hefur eingöngu leikið í bikarkeppnunum og hefur hann leikið fjóra leiki síðan hann kom. Hann þeytti frumraun sína í sigurleik gegn Crewe í Deildarbikarnum.
Þrátt fyrir fá tækifæri hjá Liverpool þá hefur hann lýst yfir áhuga sínum á að vera áfram hjá liðinu og freistar þess enn að ná að slá Jose Reina úr liðinu.

Tölfræðin fyrir Diego Cavalieri

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2008/2009 0 - 0 1 - 0 2 - 0 1 - 0 0 - 0 4 - 0
2009/2010 0 - 0 1 - 0 2 - 0 1 - 0 0 - 0 4 - 0
Samtals 0 - 0 2 - 0 4 - 0 2 - 0 0 - 0 8 - 0

Fréttir, greinar og annað um Diego Cavalieri

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil