Mark spáir í spilin
Síðasta ferð Evrópumeistaranna í Miðlöndin var fegnsæl. Birmingham lá þá eftirminnilega í valnum og Liverpool vann sinn stærsta útisigur í F.A. bikarnum. Á morgun tekur Liverpool hús á grönnum þeirra West Bromwich Albion sem eiga í harðri fallbaráttu. Leikmenn Liverpool hafa leikið frábærlega í síðustu leikjum og ef miðað er við síðustu leiki liðanna ætti Liverpool að landa sigri. Það er þó einmitt á þessum árstíma sem liðin í fallbaráttunni leika hvað best. Að minnsta kosti þau sem bjarga sér. Sem stendur er West Brom einu sæti fyrir ofan fall en það má ekkert út af bera ef ekki á illa að fara.
Liverpool vann frábæran sigur á Everton um liðna helgi og vonandi halda Evrópumeistararnir áfram á sömu braut í næstu leikjum. Liðsmenn þeirra hafa skorað átján mörk í síðustu fjórum leikjum og þeir verða að halda áfram uppteknum hætti ef liðið á að geta nálgast annað sætið. Steven Gerrard verður fjarri góðu gamni eftir brottreksturinn gegn Everton en það má líka líta á fjarveru hans með jákvæðu hugarfari á þann veg að hann geti hvílt sig. En hverjir skyldu skipa sóknarlínu Liverpool.
West Bromwich Albion v Liverpool
Í herbúðum Liverpool vita menn að þeir verða að halda áfram að vinna ef liðið á að eiga von um að klekkja á Manchester United í baráttunni um annað sæti deildarinnar. Líklega telja leikmenn Liverpool að þeir eigi að ná þremur stigum í þessum leik. Leikmenn West Brom munu eiga í erfiðleikum með að verjast sóknarleik Liverpool því nú skora menn þar á bæ mörk í röðum. Liðið hefur skorað átján mörk í síðustu fjórum leikjum. West Brom barðist vel gegn Spurs á mánudagskvöldið en þeir munu ekki ráða við Liverpool í þessum leik.
Úrskurður: West Bromwich Albion v Liverpool 0:2.
-
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning -
| Sf. Gutt
Við verðum að stefna mjög hátt! -
| Sf. Gutt
Alltaf gaman að skora -
| Sf. Gutt
Aftur endurkomusigur á útivelli! -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp kominn með 300 deildarleiki -
| Sf. Gutt
Trent ekki tilbúinn -
| Sf. Gutt
Leikmannahópar Liverpool tilkynntir