| Sf. Gutt

Hugsaði um Diogo allan daginn!

Það var stór stund fyrir Skotland í fyrrakvöld að komast í Heimsmeistarakeppnina á næsta ári. Stundin var sérlega tilfinningarík fyrir Andrew Robertson fyrirliða Skota. Hann hafði allan daginn verið að hugsa um sinn kæra vin Diogo Jota. Hvorugur hafði leikið á HM en báða dreymdi um það. Andrew hafði meðal annars þetta að segja eftir sigurinn stórkostlega á Danmörku.

,,Ég náði að leyna því í dag en hugurinn hefur verið á fleygiferð. Ég geri mér fulla grein fyrir hversu gamall ég er orðinn. Þess vegna er þessi Heimsmeistarakeppni sú síðasta sem ég á möguleika á að spila í. Minn kæri vinur Diogo Jota er búinn að vera í huga mér í allan dag. Við vorum búnir að tala svo mikið saman um þessa Heimsmeistarakeppni."

,,Hann var meiddur þegar keppnin í Katar fór fram og ég missti líka af keppninni því Skotland komst ekki í hana. Við töluðum oft saman um hvernig væri að spila á HM. Ég veit að hann brosir einhvers staðar uppi til mér í kvöld."

,,Ég fór að hugsa um hann um leið og ég vaknaði og hugsaði um hann í allan dag. Trúlega náði ég að láta að engu bera þegar ég var í kringum liðsfélaga mín. En þegar ég var í herberginu mínu gat ég ekki hugsað um annað en hann."

Andrew Robertson og Diogo Jota voru stórvinir. Andrew var til dæmis einn fárra leikmanna Liverpool sem Diogo og Rute buðu í brúðkaupið sitt í sumar. Andrew lýsti í sumar mikilli sorg þegar Diogo fórst. Það sem hann sagði eftir leik Skota og Dana segir sína sögu um hversu erfitt fráfall Diogo hefur verið fyrir Andrew og liðsfélaga hans í Liverpool. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan