| Sf. Gutt

Númer 20 lagt til hliðar

Stjórn Liverpool Football Club hefur ákveðið að keppnisnúmerið 20 verði ekki notað framar innan raða félagsins. Númerið verður ekki notað hjá aðalliðinu, kvennaliðinu eða yngri liðum Liverpool. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem ákveðið keppnisnúmer er lagt til hliðar. 

Með því að leggja keppnisnúmerið til hliðar vill Liverpool Football Club heiðra minnngu Diogo heitins Jota. Ákvörðunin var tekin í samráði við Rute ekkju Diogo og fjölskylduna. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé gert til að heiðra minningu Diogo. Með því að leggja númerið til hliðar verði það þar með eilíft.

Í tilkynningunni kemur líka fram að ekki sé bara verið að heiðra knattspoyrnumanninn og minnast þess sem hann afrekaði innan vallar. Líka sé horft til hversu góður liðsfélagi hann hafi verið og þeirra tengsla sem hann myndaði við fólk hjá félaginu og stuðningsmenn Liverpool. Tilkynningin endar á þessum orðum.

Diogo Jota. Portúgalski strákurinn okkar.

Ætíð leikmaður okkar númer 20.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan