Trent klár um miðjan apríl
Trent Alaxander-Arnold vonast til að verða orðinn leikfær um miðjan apríl. Hann gæti náð leiknum gegn West Ham 13. apríl, en ætti örugglega að vera klár fyrir leikinn gegn Leicester viku síðar. Ef eitthvað er að marka fréttir dagsins frá Liverpool.

Trent fór meiddur af velli í seinni leiknum gegn PSG í 16 líða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hans var sárt saknað í úrslitaleiknum um Deildabikarinn - og hans verður líklega sárt saknað í fyrstu leikjum aðríl mánaðar, það verður að segjast að það er lítil sköpun í gangi á hægri vængnum þegar hans nýtur ekki við.

Conor Bradley og Joe Gomez eru ennþá meiddir og ekki vita hvenær þeir verða leikfærir þannig að Quansah og hugsanlega Endo munu væntanlega sjá um hægri bakvarðar stöðuna þar til Trent kemur aftur.
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu

