Meiðslafréttir
Nú í upphafi árs er rétt að taka stöðuna í sambandi við meiðslamálin. Meiðslalistinn er frekar stuttur í bili sem er auðvitað hið besta mál.
Ibrahima Konaté og Conor Bradley meiddust báðir í Evrópuleiknum á móti Real Madrid seinni partinn í nóvember. Þeir eru nú á batavegi og geta farið að spila fljótlega. Í það minnsta eru þeir farnir að taka fyrstu skrefin á æfingavellinum.
Joe Gomez fór meiddur af velli á móti West Ham United fyrir áramótin. Hann tognaði aftan í læri. Tognunin var í verri kantinum og hann verður frá í einhverjar vikur.
Það verður gott að fá Ibrahima inn nú þegar Joe verður frá. Sem stendur eru ekki fleiri af fastamönnum Liverpool á meiðslalistanum.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!