Frábær úrslit!
Mohamed Salah var skiljanlega hæst ánægður með 0:3 sigur Liverpool á Manchester United á Old Trafford um liðna helgi. Hann sagði alltaf mikilvægt að vinna grannaleiki.
,,Þetta eru frábær úrslit. Allir vita að grannaleikir eru mikilvægir fyrir borgina og stuðningsmennina. Líka fyrir framkvæmdastjórann sem var að stjórna fyrsta leik sínum hérna.Við erum sannarlega ánægðir með úrslitin og nú þurfum við að halda áfram á sömu braut."
Mohamed átti frábæran leik á Old Trafford. Hann gerði sér lítið fyrir og átti þátt í öllum mörkunum í leiknum. Hann skoraði sjálfur og lagði upp bæði mörkin fyrir Luis Díaz.
,,Ég náði að koma við sögu í þremur mörkum og ég er ánægður með það. Framkvæmdastjórinn vill að við pressum framarlega á vellinum. Þeir gerðu nokkur mistök og við náðum að færa okkur þau í nyt. Við lögðum upp með að pressa þá. Í hálfleik var ég búinn að leggja upp tvö mörk. Þá hugsaði ég með mér að röðin væri komin að mér að skora. Míg langaði að skora og ég elska að skora. Ég nýt þess virkilega að skora. Mestu skiptir að ég haldi áfram að skora og liðið haldi áfram að vinna leikina sína."
Sannarlega rétt!
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!