| Sf. Gutt

Fulltrúar Liverpool á EMNúmer sex í röðinni af fulltrúum Liverpool á EM hefur leikið leikið allan sinn feril hjá félaginu sínu. Trent Alexander-Arnold gæti komið meira við sögu hjá Englandi en á fyrri stórmótum. 


Nafn: Trent Alexander-Arnold.

Fæðingardagur:
 7. október 1998.

Fæðingarstaður: Liverpool á Englandi.

Staða: Bakvörður

Félög á ferli: Liverpool. Fyrsti landsleikur: 
7. júní 2018 gegn Kosta Ríka
.

Landsleikjafjöldi: 25
.

Landsliðsmörk: 3.Leikir með Liverpool: 310.

Mörk fyrir Liverpool: 19.

Stoðsendingar: 79.

Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Trent spilaði mjög vel en kannski ekki eins vel og hann hefur best gert. Hann missti svolítið úr vegna meiðsla.

Hver eru helstu einkenni okkar manns? Hann er eldfljótur, áræðinn og á frábærar fyrirgjafir. Trent spilar venjulega sem hægri bakvörður en á síðustu leiktíð sótti hann oft fram á miðjuna úr bakvarðarstöðunni
 

Hver er staða Trent í landsliðinu? Trent hefur verið fastamaður í landsliðinu síðustu ár en hann hefur ekki alltaf spilað mikið með landsliðinu. Hvað um England?  Enska liðið er mjög sterkt og margir telja það sigurstranglegasta liðið á EM. Liðið tapaði úrslitaleik á síðasta EM og er talið sterkara núna. 


Vissir þú? Trent hefur mikinn áhuga á skák. Hann hefur teflt við heimsmeistarann Magnus Carlsen. Trent tapaði eftir 17 leiki.

Helsta heimild: http://www.lfchistory.net.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan