Georginio Wijnaldum fer víða
Nú þegar landsleikjahlé er í gangi getur verið gaman að rifja eitt og annað upp. Hvar er Georginio Wijnaldum til dæmis nú um stundir?
Georginio Wijnaldum fór frá Liverpool sumarið 2021 og gekk til liðs við Paris Saint-Germain. Hermt var að Barcelona hefði viljað fá Hollendindinginn en Paris átti að hafa boðið honum tvöfalt hærra kaup. Hann fann sig kannski aldrei almennilega hjá Paris þó hann yrði franskur meistari á sínu fyrsta keppnistímabili 2021/22.
Georginio hafði þar með orðið landsmeistari í þremur löndum. Hann varð hollenskur meistari með PSV Eindhoven 2015 og svo Englandsmeistari með Liverpool 2020. Hann vann hollenska bikarinn með Feyenoord 2008 og aftur 2012 með PSV. Georginio vann Evrópubikarinn með Liverpool 2019 og sama ár Stórbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann lék 237 leiki með Liverpool, skoraði 22 mörk og átti 15 stoðsendingar.
Hollendingurinn gerði þriggja ára samning við Paris en svo fór að hann spilaði bara eina leiktíð þar. Eftir fyrstu leiktíðina var hann lánaður til Roma á Ítalíu. Þar var hann mikið meiddur.
Haustið 2023 færði Georginio sig enn um set þegar hann gerði samning við Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. Steven Gerrard er framkvæmdastjóri liðsins eins og kunnugt er. Hann var gerður að fyrirliða þegar Jordan Henderson fór eftir stutt stopp hjá Al-Ettifag.
Georginio Wijnaldum er enn í býsna góðu standi. Hann hefur fram undir þetta verið í hollenska landsliðinu og var valinn í liðshóp Hollands fyrir EM í sumar.
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!