| Heimir Eyvindarson
Árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi verður haldin laugardaginn 27. maí í Minigarðinum. Heiðurgestur verður Hollendingurinn, og öðlingurinn fljúgandi Dirk Kuyt, sem lék 286 leiki fyrir Liverpool á árunum 2006-2012 og skoraði í þeim 71 mark. Þar af afskaplega eftirminnilega þrennu gegn Manchester United.

Snillingarnir í Minigarðinum ætla að loka húsinu eingöngu fyrir okkur og breyta því í glæsilegan veislusal. Húsið opnar kl. 18 með fordrykk og léttri stemningu þar sem gestir geta tekið mynd af sér með Kuyt.
Borðhald hefst kl. 19. Á boðstólum verður glæsilegt steikarhlaðborð að hætti Wilson; Nautalund, Kalkúnabringa, allskyns meðlæti, bernaise og brún sósa.
Liverpool stjörnuparið Kristín Sif og Stebbi Jak. munu stjórna veislunni og að sjálfsögðu mun Stebbi taka lagið okkar allra eins og honum einum er lagið.
Okkar allra besta Ragnhild Lund Ansnes mun stýra Q&A með Dirk Kuyt að kvöldverði loknum.
Jón Sig AKA 500kallinn heldur uppi stuðinu að dagskrá lokinni
Miðaverð 12.900
Tryggðu þér miða á Minigarðurinn.is

TIL BAKA
Árshátíð Liverpoolklúbbsins laugardaginn 27. maí

Árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi verður haldin laugardaginn 27. maí í Minigarðinum. Heiðurgestur verður Hollendingurinn, og öðlingurinn fljúgandi Dirk Kuyt, sem lék 286 leiki fyrir Liverpool á árunum 2006-2012 og skoraði í þeim 71 mark. Þar af afskaplega eftirminnilega þrennu gegn Manchester United.

Borðhald hefst kl. 19. Á boðstólum verður glæsilegt steikarhlaðborð að hætti Wilson; Nautalund, Kalkúnabringa, allskyns meðlæti, bernaise og brún sósa.
Liverpool stjörnuparið Kristín Sif og Stebbi Jak. munu stjórna veislunni og að sjálfsögðu mun Stebbi taka lagið okkar allra eins og honum einum er lagið.

Okkar allra besta Ragnhild Lund Ansnes mun stýra Q&A með Dirk Kuyt að kvöldverði loknum.
Jón Sig AKA 500kallinn heldur uppi stuðinu að dagskrá lokinni
Miðaverð 12.900
Tryggðu þér miða á Minigarðurinn.is

Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum!
Fréttageymslan