| Grétar Magnússon

Clarkson lánaður

Hinn tvítugi Leighton Clarkson hefur verið lánaður til skoska félagsins Aberdeen út þetta tímabil.

Clarkson hefur verið hjá Liverpool frá því hann var sex ára gamall. Hann hefur til þessa komið við sögu hjá aðalliðinu í þremur leikjum, nánar tiltekið í FA og Deildarbikar tímabilið 2019-20 og svo sem byrjunarliðsmaður í Meistaradeildinni gegn FC Midtjylland í desember 2020.

Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Blackburn Rovers í næst efstu deild Englands og nú heldur hann semsagt til Skotlands. Annar leikur Aberdeen á tímabilinu er nú um helgina gegn St Mirren á heimavelli en líklega verður Clarkson ekki tiltækur strax í þeim leik.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan