| Sf. Gutt
Dirk Kuyt hefur verið ráðinn í sitt fyrsta framkvæmdastjórastarf. Hann hefur verið áhugasamur um þjálfun eftir hann lagði skóna á hilluna.

Dirk hefur sem sagt tekið við sem framkvæmdastjóri ADO Den Haag. Liðið leikur sem stendur í næst efstu deild í Hollandi. Dirk hefur verið unglingaþjálfari hjá Feyenoord þar sem hann lauk knattspyrnuferli sínum.
Den Haag hefur tvívegis orðið hollenskur meistari og jafn oft unnið hollensku bikarkeppnina. Liðið hefur ekki unnið stórtitil á þessari öld. Verkefni Dirk til að byrja með verður að koma liðinu upp í efstu deild.
Dirk Kuyt lék með Liverpoool frá 2006 til 2012. Hann lék 285 leiki með Liverpool, skoraði 71 mark og lagði upp 33. Dirk varð Deildarbikarmeistari með Liverpool 2012.
TIL BAKA
Dirk Kuyt orðinn framkvæmdastjóri

Dirk Kuyt hefur verið ráðinn í sitt fyrsta framkvæmdastjórastarf. Hann hefur verið áhugasamur um þjálfun eftir hann lagði skóna á hilluna.

Dirk hefur sem sagt tekið við sem framkvæmdastjóri ADO Den Haag. Liðið leikur sem stendur í næst efstu deild í Hollandi. Dirk hefur verið unglingaþjálfari hjá Feyenoord þar sem hann lauk knattspyrnuferli sínum.
Den Haag hefur tvívegis orðið hollenskur meistari og jafn oft unnið hollensku bikarkeppnina. Liðið hefur ekki unnið stórtitil á þessari öld. Verkefni Dirk til að byrja með verður að koma liðinu upp í efstu deild.

Dirk Kuyt lék með Liverpoool frá 2006 til 2012. Hann lék 285 leiki með Liverpool, skoraði 71 mark og lagði upp 33. Dirk varð Deildarbikarmeistari með Liverpool 2012.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan