| Sf. Gutt

Hætta vonandi að reykja!


Stuðningsmenn Benfica voru í miklum ham í Evrópuleiknum við Liverpool. Gallinn við magnaðan stuðning þeirra við liðið sitt var að einhverjir þeirra hentu ýmsu lauslegu inn á völlinn. Andrew Robertson fékk að finna fyrir þessu þegar hann tók hornspyrnu einu sinni sem oftar. Þá svifu nokkrir kveikjarar í átt að honum. 


„Ég fékk þó nokkra kveikjara í átt að mér þegar ég tók hornspyrnu. Þetta verður vonandi til þess að þau sem í hlut áttu hætta vonandi að reykja. Maður verður jú að líta á það jákvæða við þetta. Margir lentu nálægt mér en sem betur fer hæfði mig enginn. Fólk verður að hætta þessu því þetta getur verið hættulegt. Ég skil að áhorfendur hafi verið sárir og svekktir en það er óþarfi að stofna mönnum í hættu. Ég tók bara spyrnuna og kom mér sem fyrst í burtu!"

Andrew lagði upp fyrsta mark leiksins þegar hornspyrna hans rataði á höfuðið á Ibrahima Konaté sem skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool. Hann var mjög ánægður með þriðja mark leiksins sem kom Liverpool í 1:3. Luis Díaz, fyrrum leikmaður Porto skoraði markið og hlutum var hent að honum þegar hann fagnaði markinu. 

,,Þeir létu hann heyra það því hann spilaði fyrir erkifjendur þeirra. En þetta var gott mark sem hann skoraði og það er talsvert betra að vera með tveggja marka forystu fyrir seinni leikinn. Vonandi getum við klárað þetta á heimavelli."

Liverpool vann 1:3 í Lissabon. Það forskot dugar vonandi til að Liverpool komist áfram.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan