| Grétar Magnússon

Staðfestar dagsetningar

Búið er að staðfesta leikdaga við Benfica í 8-liða úrslitum Meistaradeildar. Liðin mætast í fyrri leiknum á Estadio da Luz þriðjudaginn 5. apríl, seinni leikurinn fer fram á Anfield miðvikudaginn 13. apríl. Flautað verður til leiks klukkan 19:00 að íslenskum tíma í báðum leikjum.


Liðin hafa mæst 10 sinnum áður í Evrópukeppni, fyrst árið 1978 í Evrópukeppni Meistaraliða eins og keppnin hét þá og stóðu Liverpool uppi sem sigurvegarar í þriðju umferð samanlagt 6-2. Síðast mættust liðin árið 2010 þá í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, fyrri leikurinn tapaðist 2-1 á útivelli en Liverpool sigruðu seinni leikinn 4-1 og komust þar með í undanúrslit þar sem þeir féllu svo úr leik fyrir Atletico Madrid.

Síðustu þrír leikir liðanna á Estadio da Luz hafa allir endað með sigri heimamanna og nú er komið að því að vinna fyrsta sigurinn á þessum velli !

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan