| Sf. Gutt
Liverpool vann í dag góðan 3:0 sigur á Crystal Palace á Anfield. Liverpool þurfti að hafa fyrir sigrinum en sigurinn kom liðinu í efsta sæti deildarinnar.
Eins og við var búist voru gerðar breytingar á liðinu frá Evrópuleiknum við AC Milan. Joël Matip fékk kærkomna hvíld og nýliðinn Ibrahima Konaté lék sinn fyrsta leik. Hann lék við hliðina á Virgil van Dijk sem kom inn eftir hvíld. Trent Alexander-Arnold átti að byrja leikinn en hann var eitthvað slappur og var sendur heim. James Milner tók stöðu hans. Sadio Mané kom í framlínuna. Andrew Robertson var á bekknum og Kostas Tsimikas kom inn í hans stað.
Gestirnir byrjuðu af krafti og strax í byrjun leiks náði vörn Liverpool ekki að hreinsa. Wilfred Zaha komst frír í boltann og náði að koma honum í átt að marki Liverpool. Alisson Becker var vel á verði, henti sér á eftir honum og sló hann í stöng og af henni fór hann framhjá markinu.
Liverpool kom sér smá saman í gang og eftir rúman stundarfjórðung sendi Sadio Mané yfir frá vinstri. Við fjærstöngina var Jordan Henderson mættur og náði föstu skoti en Vicente Guaita kastaði sér til hliðar og varði í horn. Liverpool sótti nú æ meira og á 38. mínútu sendi Jordan fyrir frá hægri. Thiago Alcantara fékk upplagt skallafæri en Vincente varði. Hann hélt ekki boltanum en Diogo Jota mokaði honum yfir af stuttu færi. Þarna átti Portúgalinn að skora enda dauðafæri.
Tveimur mínútum fyrir leikhlé braut Liverpool ísinn með sögulegu marki. Kostas Tsimikas tók horn frá vinstri. Mohamed Salah skaut sér framfyrir vörnarlínuna og skallaði út í hornið fjær. Vincente varði vel niðri í horninu en hélt ekki boltanum. Sadio Mané var á næstu grösum og smellti boltanum upp í þaknetið af stuttu færi. Vel gert hjá Sadio sem skoraði þarna sitt 100. mark fyrir Liverpool! Að auki var hann að skora hjá Crystal Palace níunda leikinn í röð! Hvorutveggja mikil afrek hjá Senegalanum! Gott nesti í hálfleik.
Á 68. mínútu átti Naby Keita langskot sem Vincente varði. Aftur náði hann ekki að halda boltanum, Mohamed tók frákastið en aftur var varið. Naby hafði komið inn á sem varamaður fyrir Thiago sem varð fyrir meiðslum. Fjórum mínútum seinna ógnaði Palace. Eftir sendingu frá hægri fékk varamaðurinn Odsonne Edouard boltann í góðu færi. Hann náði þó ekki nógu góðu valdi á boltanum sem hrökk frá honum og Alisson bjargaði.
Liverpool mátti hafa fyrir hlutunum þar til úrslitin réðust á 78. mínútu. Liverpool fékk horn frá vinstri sem Kostas tók. Boltinn framlengdist af Virgil van Dijk yfir til hægri þar sem Mohamed Salah var kominn til að þruma honum viðstöðulaust í markið fyrir framan Kop stúkuna. Enn eitt markið hjá egypska kóngnum!
Á 81. mínútu komst Odsonne inn í vítateiginn en Ibrahima Konaté komst fyrir skottilraun hans og bjargaði í horn. Liverpool gulltryggði svo sigurinn mínútu fyrir leikslok. Moahmed tók hornspyrnu frá hægri. Markmaðurinn sló boltann frá. Boltinn féll beint fyrir vinstri fótinn á Naby Keita sem hamraði hann út í hægra hornið rétt utan við vítateiginn. Gullfallegt mark og góður endir á góðum sigri.
Liverpool: Alisson, Milner, Konaté, van Dijk, Tsimikas, Henderson (Origi 88. mín.), Fabinho, Thiago, (Keïta 62. mín.), Salah, Jota (Jones 76. mín.) og Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Robertson og Phillips.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (43. mín.), Mohamed Salah (78. mín) og Naby Keita (89. mín.).
Gul spjöld: Jordan Henderson, Kostas Tsimikas og Mohamed Salah.
Crystal Palace: Guaita, Ward, Andersen, Guéhi, Mitchell, Gallagher, Kouyaté (Olise 81. mín.), McArthur (Riedewald 65. mín.), Ayew, Benteke (Édouard 65. mín.) og Zaha. Ónotaðir varamenn: Butland, Milivojevic, Tomkins, Hughes, Clyne og Kelly.
Gult spjald: Joel Ward.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.985.
Maður leiksins: Sadio Mané. Hann var kannski ekki upp á sitt allra besta en hann kom sér á spjöld sögunnar með því að skora í níunda sinn í röð á móti sama liðinu. Svo var markið hans 100. fyrir Liverpool. Bæði mikið afrek. Aðeins 18 leikmenn hafa afrekað það í sögu félagsins.
Jürgen Klopp: Þegar liðið vinnur leiki er venjan að liðið hafi spilað mjög vel eða þá frábærlega. Við spiluðum ekki frábærlega í dag en við lékum vel. Við tókumst á við þá baráttu sem Crystal Palace bauð upp á og þess vegna er ég mjög ánægður með úrslitin og eins er ég mjög ánægður með hvernig við spiluðum.
- Sadio Mané skoraði í þriðja sinn á keppnistímabilinu.
- Þetta var 100. mark hans fyrir Liverpool. Um leið skoraði hann í níunda leiknum í röð á móti Crystal Palace.
- Hann er fyrsti leikmaðurinn til að skora í níu leikjum í röð á móti sama liðinu eftir að Úrvalsdeildin kom til sögunnar. Magnað!
- Mohamed Salah skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Naby Keita opnaði markareikning sinn á sparktíðinni.
- Ibrahima Konaté lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Jordan Henderson var fyrirliði Liverpool í 200. sinn.
TIL BAKA
Góður sigur
Liverpool vann í dag góðan 3:0 sigur á Crystal Palace á Anfield. Liverpool þurfti að hafa fyrir sigrinum en sigurinn kom liðinu í efsta sæti deildarinnar.
Eins og við var búist voru gerðar breytingar á liðinu frá Evrópuleiknum við AC Milan. Joël Matip fékk kærkomna hvíld og nýliðinn Ibrahima Konaté lék sinn fyrsta leik. Hann lék við hliðina á Virgil van Dijk sem kom inn eftir hvíld. Trent Alexander-Arnold átti að byrja leikinn en hann var eitthvað slappur og var sendur heim. James Milner tók stöðu hans. Sadio Mané kom í framlínuna. Andrew Robertson var á bekknum og Kostas Tsimikas kom inn í hans stað.
Gestirnir byrjuðu af krafti og strax í byrjun leiks náði vörn Liverpool ekki að hreinsa. Wilfred Zaha komst frír í boltann og náði að koma honum í átt að marki Liverpool. Alisson Becker var vel á verði, henti sér á eftir honum og sló hann í stöng og af henni fór hann framhjá markinu.
Liverpool kom sér smá saman í gang og eftir rúman stundarfjórðung sendi Sadio Mané yfir frá vinstri. Við fjærstöngina var Jordan Henderson mættur og náði föstu skoti en Vicente Guaita kastaði sér til hliðar og varði í horn. Liverpool sótti nú æ meira og á 38. mínútu sendi Jordan fyrir frá hægri. Thiago Alcantara fékk upplagt skallafæri en Vincente varði. Hann hélt ekki boltanum en Diogo Jota mokaði honum yfir af stuttu færi. Þarna átti Portúgalinn að skora enda dauðafæri.
Tveimur mínútum fyrir leikhlé braut Liverpool ísinn með sögulegu marki. Kostas Tsimikas tók horn frá vinstri. Mohamed Salah skaut sér framfyrir vörnarlínuna og skallaði út í hornið fjær. Vincente varði vel niðri í horninu en hélt ekki boltanum. Sadio Mané var á næstu grösum og smellti boltanum upp í þaknetið af stuttu færi. Vel gert hjá Sadio sem skoraði þarna sitt 100. mark fyrir Liverpool! Að auki var hann að skora hjá Crystal Palace níunda leikinn í röð! Hvorutveggja mikil afrek hjá Senegalanum! Gott nesti í hálfleik.
Á 68. mínútu átti Naby Keita langskot sem Vincente varði. Aftur náði hann ekki að halda boltanum, Mohamed tók frákastið en aftur var varið. Naby hafði komið inn á sem varamaður fyrir Thiago sem varð fyrir meiðslum. Fjórum mínútum seinna ógnaði Palace. Eftir sendingu frá hægri fékk varamaðurinn Odsonne Edouard boltann í góðu færi. Hann náði þó ekki nógu góðu valdi á boltanum sem hrökk frá honum og Alisson bjargaði.
Liverpool mátti hafa fyrir hlutunum þar til úrslitin réðust á 78. mínútu. Liverpool fékk horn frá vinstri sem Kostas tók. Boltinn framlengdist af Virgil van Dijk yfir til hægri þar sem Mohamed Salah var kominn til að þruma honum viðstöðulaust í markið fyrir framan Kop stúkuna. Enn eitt markið hjá egypska kóngnum!
Á 81. mínútu komst Odsonne inn í vítateiginn en Ibrahima Konaté komst fyrir skottilraun hans og bjargaði í horn. Liverpool gulltryggði svo sigurinn mínútu fyrir leikslok. Moahmed tók hornspyrnu frá hægri. Markmaðurinn sló boltann frá. Boltinn féll beint fyrir vinstri fótinn á Naby Keita sem hamraði hann út í hægra hornið rétt utan við vítateiginn. Gullfallegt mark og góður endir á góðum sigri.
Liverpool: Alisson, Milner, Konaté, van Dijk, Tsimikas, Henderson (Origi 88. mín.), Fabinho, Thiago, (Keïta 62. mín.), Salah, Jota (Jones 76. mín.) og Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Robertson og Phillips.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (43. mín.), Mohamed Salah (78. mín) og Naby Keita (89. mín.).
Gul spjöld: Jordan Henderson, Kostas Tsimikas og Mohamed Salah.
Crystal Palace: Guaita, Ward, Andersen, Guéhi, Mitchell, Gallagher, Kouyaté (Olise 81. mín.), McArthur (Riedewald 65. mín.), Ayew, Benteke (Édouard 65. mín.) og Zaha. Ónotaðir varamenn: Butland, Milivojevic, Tomkins, Hughes, Clyne og Kelly.
Gult spjald: Joel Ward.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.985.
Maður leiksins: Sadio Mané. Hann var kannski ekki upp á sitt allra besta en hann kom sér á spjöld sögunnar með því að skora í níunda sinn í röð á móti sama liðinu. Svo var markið hans 100. fyrir Liverpool. Bæði mikið afrek. Aðeins 18 leikmenn hafa afrekað það í sögu félagsins.
Jürgen Klopp: Þegar liðið vinnur leiki er venjan að liðið hafi spilað mjög vel eða þá frábærlega. Við spiluðum ekki frábærlega í dag en við lékum vel. Við tókumst á við þá baráttu sem Crystal Palace bauð upp á og þess vegna er ég mjög ánægður með úrslitin og eins er ég mjög ánægður með hvernig við spiluðum.
Fróðleikur
- Sadio Mané skoraði í þriðja sinn á keppnistímabilinu.
- Þetta var 100. mark hans fyrir Liverpool. Um leið skoraði hann í níunda leiknum í röð á móti Crystal Palace.
- Hann er fyrsti leikmaðurinn til að skora í níu leikjum í röð á móti sama liðinu eftir að Úrvalsdeildin kom til sögunnar. Magnað!
- Mohamed Salah skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Naby Keita opnaði markareikning sinn á sparktíðinni.
- Ibrahima Konaté lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Jordan Henderson var fyrirliði Liverpool í 200. sinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Skaut 50 metra yfir en nú kom það! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Glæsilegur sigur á Þýskalandsmeisturunum! -
| Sf. Gutt
Frábært að koma til Liverpool! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan