| Sf. Gutt
Það verður eitthvað undan að láta á Anfield síðdegis á morgun þegar Liverpool fær Evrópu- og Stórbikarmeistara Chelsea í heimsókn. Bæði lið eru með fullt hús eftir fyrstu tvo leikina líkt og Brighton and Hove Albion, Tottenham Hotspur og West Ham United.
Chelsea átti í vandræðum fram eftir síðustu leiktíð. Alla vega fannst eiganda félagsins það og greip til gamalkunnugs ráðs. Hann skipti um framkvæmdastjóra! Það skilaði því að Chelsea vann Evrópubikarinn í annað sinn í sögu félagsins og fyrr í mánuðinum bættist Stórbikar Evrópu í safnið. Það er því ekki að undra að það sé mikið sjálfstraust í herbúðum félagsins og í síðasta leik byrjaði nýjasti framherji liðsins seinni feril sinn hjá félaginu eins og best varð á kosið.
Í bataferli Chelsea náði liðið að vinna á Anfield og það gerist ekki oft. Sá leikur kom á versta leikkafla Liverpool á Anfield í sögu félagsins. Englandsmeistararnir unnu á hinn bóginn á Stamford Bridge. Liðin unnu því sitt hvorn leikinn þegar allt var tekið á síðustu leiktíð.
Liverpool þarf því að snúa við blaðinu á móti Chelsea á morgun. Fráfarandi Englandsmeistarar hafa byrjað leiktíðina á sannfærandi hátt. Fyrst góður útisigur í Norwich og svo annar fínn sigur á Burnley á Anfield. Eins lofuðu síðustu tveir æfingaleikirnir góðu en þeir unnust báðir.
Margir af leikmönnum Liverpool fengu langþráða hvíld í sumar og hafa komið mjög snarpir til leiks. Svo er hollenski risinn kominn aftur í vörnina og það munar um minna. Nærvera hans gæti skipt sköpum á móti risanum í framlínu Chelsea. Miðjumennirnir eru vel stemmdir og framlínumennirnir ná vel saman. Liverpool er í mjög góðu formi!
Svo eru áhorfendur komnir til baka og það á eftir að muna mikið um þá! Stemmningin á æfingaleikjunum tveimur og eins á móti Burnley var stórgóð. Áhorfendur þyrstir í að sjá liðið sitt og styðja við bakið á því. Tólfti maðurinn á eftir að skipta sköpum í mörgum leikjum. Nærvera hans verður ekki metin á neinum venjulegum mælikvörðum!
Ég spái því að Liverpool vinni 2:1. Mohamed Salah skorar á móti gamla liðinu sínu og Sadio Mané fer líka á markalistann. Rauði herinn heldur áfram á sigurbraut!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin

Það verður eitthvað undan að láta á Anfield síðdegis á morgun þegar Liverpool fær Evrópu- og Stórbikarmeistara Chelsea í heimsókn. Bæði lið eru með fullt hús eftir fyrstu tvo leikina líkt og Brighton and Hove Albion, Tottenham Hotspur og West Ham United.
Chelsea átti í vandræðum fram eftir síðustu leiktíð. Alla vega fannst eiganda félagsins það og greip til gamalkunnugs ráðs. Hann skipti um framkvæmdastjóra! Það skilaði því að Chelsea vann Evrópubikarinn í annað sinn í sögu félagsins og fyrr í mánuðinum bættist Stórbikar Evrópu í safnið. Það er því ekki að undra að það sé mikið sjálfstraust í herbúðum félagsins og í síðasta leik byrjaði nýjasti framherji liðsins seinni feril sinn hjá félaginu eins og best varð á kosið.

Í bataferli Chelsea náði liðið að vinna á Anfield og það gerist ekki oft. Sá leikur kom á versta leikkafla Liverpool á Anfield í sögu félagsins. Englandsmeistararnir unnu á hinn bóginn á Stamford Bridge. Liðin unnu því sitt hvorn leikinn þegar allt var tekið á síðustu leiktíð.

Liverpool þarf því að snúa við blaðinu á móti Chelsea á morgun. Fráfarandi Englandsmeistarar hafa byrjað leiktíðina á sannfærandi hátt. Fyrst góður útisigur í Norwich og svo annar fínn sigur á Burnley á Anfield. Eins lofuðu síðustu tveir æfingaleikirnir góðu en þeir unnust báðir.
Margir af leikmönnum Liverpool fengu langþráða hvíld í sumar og hafa komið mjög snarpir til leiks. Svo er hollenski risinn kominn aftur í vörnina og það munar um minna. Nærvera hans gæti skipt sköpum á móti risanum í framlínu Chelsea. Miðjumennirnir eru vel stemmdir og framlínumennirnir ná vel saman. Liverpool er í mjög góðu formi!

Svo eru áhorfendur komnir til baka og það á eftir að muna mikið um þá! Stemmningin á æfingaleikjunum tveimur og eins á móti Burnley var stórgóð. Áhorfendur þyrstir í að sjá liðið sitt og styðja við bakið á því. Tólfti maðurinn á eftir að skipta sköpum í mörgum leikjum. Nærvera hans verður ekki metin á neinum venjulegum mælikvörðum!
Ég spái því að Liverpool vinni 2:1. Mohamed Salah skorar á móti gamla liðinu sínu og Sadio Mané fer líka á markalistann. Rauði herinn heldur áfram á sigurbraut!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan