| Sf. Gutt
Markið sem Roberto Firmino skoraði á móti Norwich City var sögulegt í meira lagi. Markið var 8.000. deildarmarkið í sögu Liverpool Football Club!
Roberto Firmino kom inn á sem varamaður á 61. mínútu fyrir Diogo Jota. Fjórum mínútum seinna skoraði hann af stuttu færi eftir sendingu frá Mohamed Salah. Um leið og boltinn fór inn fyrir marklínuna var 8.000. deildarmark Liverpool staðreynd. Til gamans má geta þess að Roberto hefur skorað 67 af þessum 8.000 mörkum.
Malcolm McVean skoraði fyrsta deildarmarkið í sögu Liverpool. Hann skoraði fyrra mark Liverpool í 0:2 sigri á Middlesbrough Ironopolis þann 2. september 1893. Leikurinn var í annarri deild.
Roger Hunt hefur skorað flest deildarmörk í sögu Liverpool. Hann á 244 af þessum 8.000 mörkum.
Liverpool nú skorað 8.001 deildarmark. Þarna eru mörk í efstu og næst efstu deild á Englandi talin. Aðeins Manchester United hefur skorað fleiri deildarmörk í ensku knattspyrnunni eða 8.089.
TIL BAKA
Mark númer átta þúsund!

Markið sem Roberto Firmino skoraði á móti Norwich City var sögulegt í meira lagi. Markið var 8.000. deildarmarkið í sögu Liverpool Football Club!
Roberto Firmino kom inn á sem varamaður á 61. mínútu fyrir Diogo Jota. Fjórum mínútum seinna skoraði hann af stuttu færi eftir sendingu frá Mohamed Salah. Um leið og boltinn fór inn fyrir marklínuna var 8.000. deildarmark Liverpool staðreynd. Til gamans má geta þess að Roberto hefur skorað 67 af þessum 8.000 mörkum.

Malcolm McVean skoraði fyrsta deildarmarkið í sögu Liverpool. Hann skoraði fyrra mark Liverpool í 0:2 sigri á Middlesbrough Ironopolis þann 2. september 1893. Leikurinn var í annarri deild.

Roger Hunt hefur skorað flest deildarmörk í sögu Liverpool. Hann á 244 af þessum 8.000 mörkum.
Liverpool nú skorað 8.001 deildarmark. Þarna eru mörk í efstu og næst efstu deild á Englandi talin. Aðeins Manchester United hefur skorað fleiri deildarmörk í ensku knattspyrnunni eða 8.089.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins! -
| Sf. Gutt
Ben Doak seldur
Fréttageymslan