| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Clarkson lánaður
Leighton Clarkson, 19 ára miðjumaður, hefur verið lánaður til Blackburn Rovers út tímabilið.
Clarkson hefur verið í Akademíu félagsins lengi og hefur til þessa tekið þátt í þremur leikjum með aðalliðinu, þar af einn í byrjunarliði gegn Midtjylland í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Hann skrifaði undir langtíma samning við Liverpool í fyrrasumar, það má því ætla að einhverjar vonir eru bundnar við að hann geti náð langt á sínum ferli.
Blackburn spila í næst efstu deild og flestir muna að Harvey Elliott var á láni hjá þeim allt síðasta tímabil. Félagið endaði í 15. sæti deildarinnar og lagði Elliott í púkkið með sjö mörkum og 11 stoðsendingum. Lánið gerði Elliott mjög gott og hann þróaði leik sinn enn meir og öðlaðist reynslu sem hann hefði klárlega ekki fengið hjá U-23 ára liði Liverpool. Nú er horft til þess að Clarkson geti öðlast sömu reynslu undir stjórn Tony Mowbray og aðstoðarmanns hans, Mark Venus.
Við óskum Clarkson góðs gengis hjá Blackburn Rovers !
Clarkson hefur verið í Akademíu félagsins lengi og hefur til þessa tekið þátt í þremur leikjum með aðalliðinu, þar af einn í byrjunarliði gegn Midtjylland í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Hann skrifaði undir langtíma samning við Liverpool í fyrrasumar, það má því ætla að einhverjar vonir eru bundnar við að hann geti náð langt á sínum ferli.

Blackburn spila í næst efstu deild og flestir muna að Harvey Elliott var á láni hjá þeim allt síðasta tímabil. Félagið endaði í 15. sæti deildarinnar og lagði Elliott í púkkið með sjö mörkum og 11 stoðsendingum. Lánið gerði Elliott mjög gott og hann þróaði leik sinn enn meir og öðlaðist reynslu sem hann hefði klárlega ekki fengið hjá U-23 ára liði Liverpool. Nú er horft til þess að Clarkson geti öðlast sömu reynslu undir stjórn Tony Mowbray og aðstoðarmanns hans, Mark Venus.
Við óskum Clarkson góðs gengis hjá Blackburn Rovers !
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan