| Sf. Gutt
Mohamed Salah beið ekki boðanna og setti met á fyrsta leikdegi leiktíðarinnar. Hann varð fyrstur leikmanna til að skora í fyrstu umferð í efstu deild á Englandi fimm keppnistímabil í röð. Magnað afrek hjá egypska Kóngnum!
Mohamed Salah skoraði í 0:3 sigri Liverpool á Carrow Road. Þar með skoraði hann á fyrsta leikdegi fimmta keppnistímabilið í röð. Hann byrjaði á opnunardegi leiktíðarinnar 2107/18 þegar Liverpool gerði 3:3 jafntefli við Watford á Vicarage Road. Það var fyrsti leikur hans fyrir Liverpool.
Á næsta keppnistímabili, 2018/19, kom West Ham United í heimsókn á Anfield á fyrsta leikdegi. Liverpool vann 4:0 og Mohamed skoraði fyrsta mark leiksins. Á leiktíðinni 2019/20 mætti Liverpool Norwich á Anfield í opnunarleik Úrvalsdeildarinnar. Mohamed hélt uppteknum hætti og skoraði í 4:1 sigri Liverpool. Á síðasta keppnistímabili, 2020/21, mættu nýbakaðir Englandsmeistarar Liverpool Leeds United í fyrstu umferð á Anfield. Liverpool vann 4:3 og gerði Mohamed sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Sigurmarkið skoraði hann úr víti þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.
Mohamed Salah er nú búinn að skora sjö mörk í fyrstu umferð. Ian Rush kemur honum næstur í þessum efnum hjá Liverpool með sex mörk. Michael Owen skoraði fimm á fyrsta leikdegi. Tekið skal fram að hér eru bara talin mörk eftir að Úrvalsdeildin var stofnsett.
TIL BAKA
Enn met hjá Mohamed Salah!

Mohamed Salah beið ekki boðanna og setti met á fyrsta leikdegi leiktíðarinnar. Hann varð fyrstur leikmanna til að skora í fyrstu umferð í efstu deild á Englandi fimm keppnistímabil í röð. Magnað afrek hjá egypska Kóngnum!

Mohamed Salah skoraði í 0:3 sigri Liverpool á Carrow Road. Þar með skoraði hann á fyrsta leikdegi fimmta keppnistímabilið í röð. Hann byrjaði á opnunardegi leiktíðarinnar 2107/18 þegar Liverpool gerði 3:3 jafntefli við Watford á Vicarage Road. Það var fyrsti leikur hans fyrir Liverpool.

Á næsta keppnistímabili, 2018/19, kom West Ham United í heimsókn á Anfield á fyrsta leikdegi. Liverpool vann 4:0 og Mohamed skoraði fyrsta mark leiksins. Á leiktíðinni 2019/20 mætti Liverpool Norwich á Anfield í opnunarleik Úrvalsdeildarinnar. Mohamed hélt uppteknum hætti og skoraði í 4:1 sigri Liverpool. Á síðasta keppnistímabili, 2020/21, mættu nýbakaðir Englandsmeistarar Liverpool Leeds United í fyrstu umferð á Anfield. Liverpool vann 4:3 og gerði Mohamed sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Sigurmarkið skoraði hann úr víti þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.
Mohamed Salah er nú búinn að skora sjö mörk í fyrstu umferð. Ian Rush kemur honum næstur í þessum efnum hjá Liverpool með sex mörk. Michael Owen skoraði fimm á fyrsta leikdegi. Tekið skal fram að hér eru bara talin mörk eftir að Úrvalsdeildin var stofnsett.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan