| Sf. Gutt

Gat verið verra!


Meiðsli Andrew Robertson gátu verið verri. Hann meiddist á ökkla á sunnudaginn þegar Liverpool mætti Bilbao og varð að fara af velli. 

Í gær var tilkynnt að Andrew hefði orðið fyrir liðbandameiðslum en hann þyrfti ekki að fara í aðgerð. Skotinn missir þó af fyrstu leikjum leiktíðarinnar. Hugsanlega þremur fyrstu leikjunum en eftir þá leiki er landsleikjahlé. 

Það verður slæmt að missa Andrew í þessum leikjum. Það er þó bót í máli að meiðslin eru ekki jafn slæm og talið var. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan