| Grétar Magnússon

Wilson til Fulham

Harry Wilson hefur gengið frá félagsskiptum til Fulham, eftir nærri því 16 ára veru hjá Liverpool.

Margir bundu vonir við að Wilson fengi tækifæri hjá aðalliðinu eftir að hafa staðið sig mjög vel á láni undanfarin ár en það hefur kannski verið óraunhæft, enda samkeppnin mikil. Wilson byrjar nú nýjan kafla með Fulham, sem leika í næst efstu deild á næsta tímabili eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni í vor.

Wilson hefur verið hjá Liverpool alla sína æfi og hóf hann æfingar með U-9 ára liði félagsins og lék upp alla yngri flokka. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Wales árið 2013, þá aðeins 16 ára gamall.


Hans fyrsti leikur fyrir aðalliðið var gegn Plymouth Argyle í FA bikarnum í janúar árið 2017 en eftir það fór hann á láni til margra félaga og stóð sig jafnan vel. Á síðasta tímabili var hann hjá Cardiff City og skoraði hann sjö mörk.

Hann var í landsliðshópi Wales á nýliðnu EM og eftir það mætti hann til æfinga hjá Liverpool í Austurríki. Það var vitað að mörg lið sýndu honum áhuga og nú hefur það farið svo að næsti kafli á ferli hans verður skrifaður hjá Fulham.

Við óskum Hary Wilson góðs gengis með nýju liði.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan