| Sf. Gutt

Georginio samdi við Paris St Germain


Georginio Wijnaldum hefur nú formlega yfirgefið Liverpool. Hann gerði þriggja ára samning við franska liðið Paris St Germain. Hann fer á frjálsri sölu frá Liverpool. 


Það kemur nokkuð á óvart að hollenski landsliðsmaðurinn skyldi enda í París. Lengst af var reiknað með því að hann myndi ganga til liðs við Barcelona. Talið er að Paris hafi boðið honum mun hærri laun en Barcelona. Liverpool bauð Georginio nýjan samning en samningar náðust ekki. 

Georginio kom til Liverpool frá Newcastle United sumarið 2016. Liverpool borgaði 25 milljónir sterlingspunda fyrir þennan snjalla miðjumann. Hann spilaði 237 leiki með Liverpool og skoraði 22 mörk. Hann vann Englandsbikarinn, Evrópubikarinn, Stórbikar Evrópu og Heimsbikar félagsliða hjá Liverpool. Það er engum blöðum um það að fletta að Hollendingurinn er búinn að vera lykilmaður hjá Liverpool og skila miklu til félagsins!

Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Georginio Wijnaldum góðs gengis hjá nýju félagi og þakkar framlag hans til Liverpool!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan