| HI
Joe Gomez, sem verið hefur frá vegna meiðsla síðan í nóvember, er sífellt að færast nær því að verða heill. Hann birti myndskeið á Instagram í gær þar sem hann sést vinna á fullu í tækjasalnum og er farinn að vinna með bolta. Hann er einnig farinn að skokka á æfingasvæðinu.
Joe Gomez meiddist á landsliðsæfingu í nóvember þegar sin í vinstra hnénu hans skemmdist og hefur Klopp gefið út, rétt eins og með Virgil van Dijk, að ólíklegt sé að hann leiki eitthvað með liðinu á þessu keppnisímabili. Talið er að van Dijk sé þó öllu nær því að komast í leikhæft ástand en Gomez en Klopp hefur meira segja sagt að þeir séu ólíklegir til að taka þátt í EM í knattspyrnu í sumar.
Gomez sendi jafnframt frá sér skilaboð þar sem kemur fram að endurhæfingin verði aðeins tekin skref fyrir skref.
Þetta verða að teljast góðar fréttir því við höfum sannarlega saknað kappans. Það er engu að síður en töluverð vinna eftir hjá Gomez til að ná heilsu, en hann hefur gengið í gegnum svipaða hluti áður og kemur örugglega sterkari til baka á næsta tímabili.
TIL BAKA
Gomez farinn að æfa með bolta og skokka

Joe Gomez meiddist á landsliðsæfingu í nóvember þegar sin í vinstra hnénu hans skemmdist og hefur Klopp gefið út, rétt eins og með Virgil van Dijk, að ólíklegt sé að hann leiki eitthvað með liðinu á þessu keppnisímabili. Talið er að van Dijk sé þó öllu nær því að komast í leikhæft ástand en Gomez en Klopp hefur meira segja sagt að þeir séu ólíklegir til að taka þátt í EM í knattspyrnu í sumar.
Gomez sendi jafnframt frá sér skilaboð þar sem kemur fram að endurhæfingin verði aðeins tekin skref fyrir skref.
Þetta verða að teljast góðar fréttir því við höfum sannarlega saknað kappans. Það er engu að síður en töluverð vinna eftir hjá Gomez til að ná heilsu, en hann hefur gengið í gegnum svipaða hluti áður og kemur örugglega sterkari til baka á næsta tímabili.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan