| HI

Klopp vonar að Wijnaldum geri nýjan samning

Gini Wijnaldum var gjörsamlega frábær í leiknum gegn Wolves í gær. Það var mikill kraftur í honum og yfirferðin á vellinum var mikil, og svo skoraði hann frábært mark sem sýndi hvað hann getur gefið sóknarlega. Þeir sem hafa fylgst með Liverpool undanfarin ár vita reyndar alveg hvað hann getur en hann hefur verið gríðarlega traustur fyrir félagið frá því að hann kom til liðsins árið 2016.

Í haust var Wijnaldum þráfaldlega orðaður við Barcelona en ekkert varð að því. Á sama tíma var mikið rætt um viðræður milli hans og félagsins um nýjan samning. Samningurinn hans rennur út í vor og um áramótin verður honum heimilt að ræða við önnur félög verði nýr samningur ekki kominn á. Umræðan hefur aðeins þagnað undanfarnar vikur en hefur nú blossað upp aftur eftir þessa frábæru frammistöðu Hollendingsins í gær. 

Jürgen Klopp var spurður á Amazon prime eftir leikinn hvort Wijnaldum myndi skrifa undir nýjan samning sagði hann. "Ég vona það, svo að ég sé alveg hreinskilinn. Maður sér að hann er alltaf að. Það er líka gott samband á milli okkar, þannig að ég vona það."

Sjálfur vildi Wijnaldum ekkert tjá sig um stöðuna. Hann hefði þann vana að láta félagið um allt slíkt. Þrýstingurinn frá stuðningsmönnum á að klára þetta mál hefur hins vegar aukist við þessa frammistöðu. Vonandi leysast þessi mál sem fyrst.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan