| Sf. Gutt
Ungliðinn Neco Williams segir kvöldið, þegar ungliðar Liverpool komust áfram í FA bikarnum, hafa verið einstakt. Veilsverjinn lagði upp sigurmarkið með sendingu sem leikmaður Shrewsburty skallaði í eigið mark.
,,Þetta var algjörlega ótrúlegt. Ég held að við eigum eftir að muna eftir þessu kvöldi lengi. Sérstaklega þeir sem voru að spila sinn fyrsta leik. Mér fannst liðið leggja allt í sölurnar og berjast þar til flautað var til leiksloka. Áhorfendur voru frábærir. Þeir studdu við bakið á okkur frá upphafsflauti þar til flautað var til leiksloka."
,,Þetta var einstakt kvöld fyrir allt liðið. Ég hef þekkt suma af strákunum, sem voru að spila, frá því ég var um sjö ára aldur. Við höfum fylgst að í gegnum aldursflokkana hvern á fætur öðrum og núna spiluðum við í aðalliðinu á Anfield fyrir framan alla þessa áhorfendur. Við komumst áfram í næstu umferð og þess vegna var þetta merkileg kvöldstund fyrir marga af okkur."
Sannarlega einstakt kvöld fyrir þessa efnilegu stráka. Um leið var þetta uppreist æru fyrir þá í liðinu sem léku á móti Aston Villa í Deildarbikarnum og máttu þola stórtap. Núna fengu þeir aftur tækifæri og fóru af velli sem sigurvegarar!
TIL BAKA
Einstakt kvöld!

Ungliðinn Neco Williams segir kvöldið, þegar ungliðar Liverpool komust áfram í FA bikarnum, hafa verið einstakt. Veilsverjinn lagði upp sigurmarkið með sendingu sem leikmaður Shrewsburty skallaði í eigið mark.
,,Þetta var algjörlega ótrúlegt. Ég held að við eigum eftir að muna eftir þessu kvöldi lengi. Sérstaklega þeir sem voru að spila sinn fyrsta leik. Mér fannst liðið leggja allt í sölurnar og berjast þar til flautað var til leiksloka. Áhorfendur voru frábærir. Þeir studdu við bakið á okkur frá upphafsflauti þar til flautað var til leiksloka."
,,Þetta var einstakt kvöld fyrir allt liðið. Ég hef þekkt suma af strákunum, sem voru að spila, frá því ég var um sjö ára aldur. Við höfum fylgst að í gegnum aldursflokkana hvern á fætur öðrum og núna spiluðum við í aðalliðinu á Anfield fyrir framan alla þessa áhorfendur. Við komumst áfram í næstu umferð og þess vegna var þetta merkileg kvöldstund fyrir marga af okkur."

Sannarlega einstakt kvöld fyrir þessa efnilegu stráka. Um leið var þetta uppreist æru fyrir þá í liðinu sem léku á móti Aston Villa í Deildarbikarnum og máttu þola stórtap. Núna fengu þeir aftur tækifæri og fóru af velli sem sigurvegarar!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jafnt á útivelli gegn toppliðinu -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Óvíst um Hugo Ekitike -
| Sf. Gutt
Gleði og sorg -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Hundrað sinnum haldið hreinu! -
| Sf. Gutt
Áramótakveðja frá Arne Slot! -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Jólafrí!
Fréttageymslan

