| Sf. Gutt

Ben Woodburn lánaður


Ungliðinn Ben Woodburn hefur verið lánaður. Hann spilar með Oxford United á komandi leiktíð. Oxford leikur í þriðju efstu deild.


Ben hefur spilað 11 leiki með aðalliði Liverpool og er yngsti markaskorari í sögu félagsins. Hann var 17 ára, eins mánaðar og 14 daga gamall þegar hann skoraði í 2:0 sigri á Leeds United í Deildarbikarnum í nóvember 2016.

Ben tók þátt í fyrstu æfingaleikjunum og stóð sig vel. Hann nær vonandi að sýna hvað í honum býr hjá Oxford en hann átti erfitt uppdráttar á síðasta keppnistímabili. Þá var hann lánaður til Sheffield United en gekk ekki vel.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan