| Sf. Gutt
Nathaniel Clyne mun ekki spila næstu mánuðina en hann meiddist illa á hné í æfingaleiknum á móti Borussia Dortmund. Krossbönd sködduðust og hann gæti verið hálft ár frá.
Öll meiðsli koma á slæmum tíma en þessi koma á versta tíma. Nathaniel skoraði í fyrsta æfingaleiknum þegar Liverpool vann Tranmere Rovers. Hann þótti spila vel í fyrstu þremur æfingaleikjunum og allt leit vel út.
Nathaniel Clyne var í láni hjá Bournemouth eftir áramót og til vors. Eitthvað var talað um að hann færi hugsanlega frá Liverpool í sumar og var hermt að Crystal Palace hefði áhuga. En nú er hann farinn heim til Liverpool þar sem hans bíður aðgerð og langt bataferli.
TIL BAKA
Nathaniel Clyne úr leik
Nathaniel Clyne mun ekki spila næstu mánuðina en hann meiddist illa á hné í æfingaleiknum á móti Borussia Dortmund. Krossbönd sködduðust og hann gæti verið hálft ár frá. Öll meiðsli koma á slæmum tíma en þessi koma á versta tíma. Nathaniel skoraði í fyrsta æfingaleiknum þegar Liverpool vann Tranmere Rovers. Hann þótti spila vel í fyrstu þremur æfingaleikjunum og allt leit vel út.
Nathaniel Clyne var í láni hjá Bournemouth eftir áramót og til vors. Eitthvað var talað um að hann færi hugsanlega frá Liverpool í sumar og var hermt að Crystal Palace hefði áhuga. En nú er hann farinn heim til Liverpool þar sem hans bíður aðgerð og langt bataferli.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan

