| Sf. Gutt
Divock Origi innsiglaði sigur Liverpool í Madríd. Skotnýting hans í Meistaradeildinni, á leiktíðinni 2018/19, var ótrúleg því öll skot Belgans í keppninni sem rötuðu á markið fóru alla leið í netið!
Divock skoraði tvö mörk á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ógleymanlegum 4:0 sigri. Fyrra markið kom Liverpool á bragðið snemma leiks og það seinna kom Rauða hernum alla leið í úrslitaleikinn í Madríd. Í leiknum gegn Barcelona átti Belginn sem sagt tvö skot sem hittu á markrammann og bæði urðu að mörkum!
Í úrslitaleiknum í Madríd innsiglaði Divock 2:0 sigur Liverpool á Tottenham Hotspur þegar leið að leikslokum. Í leiknum átti Divock eitt skot á markrammann og boltinn fór að sjálfsögðu í markið!
Óhætt er að segja að skotnýting Divock Origi í Meistaradeildinni á þessari ógleymanlegu leiktíð hafi verið ótrúleg. Mörkin þrjú eru auðvitað í flokki mikilvægustu marka í sögu Liverpool!
TIL BAKA
Ótrúleg skotnýting!

Divock Origi innsiglaði sigur Liverpool í Madríd. Skotnýting hans í Meistaradeildinni, á leiktíðinni 2018/19, var ótrúleg því öll skot Belgans í keppninni sem rötuðu á markið fóru alla leið í netið!

Divock skoraði tvö mörk á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ógleymanlegum 4:0 sigri. Fyrra markið kom Liverpool á bragðið snemma leiks og það seinna kom Rauða hernum alla leið í úrslitaleikinn í Madríd. Í leiknum gegn Barcelona átti Belginn sem sagt tvö skot sem hittu á markrammann og bæði urðu að mörkum!

Í úrslitaleiknum í Madríd innsiglaði Divock 2:0 sigur Liverpool á Tottenham Hotspur þegar leið að leikslokum. Í leiknum átti Divock eitt skot á markrammann og boltinn fór að sjálfsögðu í markið!
Óhætt er að segja að skotnýting Divock Origi í Meistaradeildinni á þessari ógleymanlegu leiktíð hafi verið ótrúleg. Mörkin þrjú eru auðvitað í flokki mikilvægustu marka í sögu Liverpool!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan