| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool tekur á móti Brighton á Anfield seinnipartinn í dag. Brighton lagði Man. U. eftirminnilega um síðustu helgi, en ef litið er á gengi Chris Hughton gegn Liverpool þá eigum við von á góðu.
Það hefur áður verið rifjað upp á þessari síðu að lið undir stjórn Hughton hafa alls fimm sinnum mætt Liverpool í Úrvalsdeild og fengið á sig rétt tæp fimm mörk í hverjum einasta leik, þannig að samkvæmt sögunni er veisla framundan á Anfield.
En missum okkur ekki í vitleysu, Brighton er hörkulið, endaði með eitthvað í kringum 40 stig í vor og byrjar leiktíðina í ár alveg ásættanlega, tapaði fyrsta leik en sigraði svo Man. U. í þeim næsta.
Að okkar liði. Það lítur fáránlega vel út í augnablikinu, skorar slatta af mörkum og fær engin á sig enn sem komið er. Sigurinn gegn Palace á mánudaginn var gríðarlega sætur, því liðið lék ekki sinn besta leik en landaði samt á endanum nokkuð öruggum sigri. Hversu oft höfum við misst svona leiki niður í jafntefli eða tap?
Það hefur ekkert frést af nýjum meiðslum, þannig að Klopp ætti að geta stillt upp sama byrjunarliðinu og í fyrstu tveimur umferðunum. Mér finnst samt líklegt að hann fari að koma Henderson inn, en hvað veit maður svosem. Það kæmi mér ekkert svakalega á óvart þótt hann gerði 1-2 breytingar á miðjunni og framlínunni, en væntanlega ruggar hann bátnum ekki of mikið.
Ég hálf skammast mín fyrir að vera allt of bjartsýnn, en ég spái samt 3-0 sigri. Þriðiji leikurinn í röð án þess að fá á sig mark, hversu sætt væri það og gott fyrir sjálfstraustið.
Shaqiri, Sturridge og Firmino skora.
YNWA!
Það hefur áður verið rifjað upp á þessari síðu að lið undir stjórn Hughton hafa alls fimm sinnum mætt Liverpool í Úrvalsdeild og fengið á sig rétt tæp fimm mörk í hverjum einasta leik, þannig að samkvæmt sögunni er veisla framundan á Anfield.
En missum okkur ekki í vitleysu, Brighton er hörkulið, endaði með eitthvað í kringum 40 stig í vor og byrjar leiktíðina í ár alveg ásættanlega, tapaði fyrsta leik en sigraði svo Man. U. í þeim næsta.
Að okkar liði. Það lítur fáránlega vel út í augnablikinu, skorar slatta af mörkum og fær engin á sig enn sem komið er. Sigurinn gegn Palace á mánudaginn var gríðarlega sætur, því liðið lék ekki sinn besta leik en landaði samt á endanum nokkuð öruggum sigri. Hversu oft höfum við misst svona leiki niður í jafntefli eða tap?
Það hefur ekkert frést af nýjum meiðslum, þannig að Klopp ætti að geta stillt upp sama byrjunarliðinu og í fyrstu tveimur umferðunum. Mér finnst samt líklegt að hann fari að koma Henderson inn, en hvað veit maður svosem. Það kæmi mér ekkert svakalega á óvart þótt hann gerði 1-2 breytingar á miðjunni og framlínunni, en væntanlega ruggar hann bátnum ekki of mikið.
Ég hálf skammast mín fyrir að vera allt of bjartsýnn, en ég spái samt 3-0 sigri. Þriðiji leikurinn í röð án þess að fá á sig mark, hversu sætt væri það og gott fyrir sjálfstraustið.
Shaqiri, Sturridge og Firmino skora.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan