| Sf. Gutt

Rhian Brewster illa meiddur

Rhian Brewster er illa meiddur og verður frá leik og keppni í þrjá til fjóra mánuði. Hann meiddist á ökkla í leik með varaliðinu í síðasta mánuði og þurfti að fara í aðgerð.

Meiðslin koma sér illa fyrir þennan stórefnilega pilt. Hann þykir einn efnilegasti leikmaður sem hefur komið fram hjá Liverpool á seinni árum. 

Rhian fékk Gullskóinn þegar enska undir 17 ára landsliðið varð heimsmeistari í haust. Mikils er vænst af honum og vonandi nær hann sér vel af meiðslunum.


 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan