| Sf. Gutt
        
             
Stórsigur Liverpool á Porto fór í annála. Með því að vinna 0:5 bætti Liverpool Englandsmet sem var sett daginn áður! Sigurinn var sá stærsti sem enskt lið vinnur á útivelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Kvöldið áður vann Manchester City 0:4 sigur á Basel í Sviss. Met City stóð því aðeins í sólarhring!
 
Liverpool setti annað Englandsmet í haust þegar liðið vann Maribor 0:7 í Slóveníu. Það var stærsti útisigur ensks liðs í Evrópubikarinum frá upphafi vega. Sigurinn var um leið jöfnun á Evrópumeti en franska liðið Marseille og Shakhtar Donetsk frá Úkraínu höfðu áður unnið 0:7 á útivelli.
 
Vel að verki staðið og þess má geta að Liverpool vann báða þessa metsigra í appelsínugulu búningunum sem hafa gefið svo vel af sér á þessari leiktíð. Liverpool hefur sex sinnum klæðst þessum búningum og skorað hvorki fleiri né færri en 24 mörk í þeim leikjum!
        
        
            
        
        
            
        
        TIL BAKA
    
Nýtt Englandsmet!

Stórsigur Liverpool á Porto fór í annála. Með því að vinna 0:5 bætti Liverpool Englandsmet sem var sett daginn áður! Sigurinn var sá stærsti sem enskt lið vinnur á útivelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Kvöldið áður vann Manchester City 0:4 sigur á Basel í Sviss. Met City stóð því aðeins í sólarhring!

Liverpool setti annað Englandsmet í haust þegar liðið vann Maribor 0:7 í Slóveníu. Það var stærsti útisigur ensks liðs í Evrópubikarinum frá upphafi vega. Sigurinn var um leið jöfnun á Evrópumeti en franska liðið Marseille og Shakhtar Donetsk frá Úkraínu höfðu áður unnið 0:7 á útivelli.

Vel að verki staðið og þess má geta að Liverpool vann báða þessa metsigra í appelsínugulu búningunum sem hafa gefið svo vel af sér á þessari leiktíð. Liverpool hefur sex sinnum klæðst þessum búningum og skorað hvorki fleiri né færri en 24 mörk í þeim leikjum!
Nýlegar fréttir
        - 
                         | Sf. Gutt
 Óheppnasti leikmaður í heimi?
- 
                         | Sf. Gutt
 Úr leik!
- 
                         | Sf. Gutt
 Verðum að leggja harðar að okkur!
- 
                         | Sf. Gutt
 Jeremine Frimpong meiddur
- 
                         | Sf. Gutt
 Vildi sýna öllum virðingu
- 
                         | Sf. Gutt
 Alisson meiddur
- 
                         | Sf. Gutt
 Curtis með met!
- 
                         | Sf. Gutt
 Stórsigur í Þýskalandi!
- 
                         | Sf. Gutt
 Ryan Gravenberch meiddur
- 
                         | Sf. Gutt
 Meiðslafréttir
Fréttageymslan
        
