| Sf. Gutt

Spáð í spilin


Janúar er að baki. Margir stuðningsmenn Liverpool voru óánægðir með að ekki skyldi vera gert meira af innkaupum en nú er bara að treysta þeim leikmönnum sem Liverpool hefur í sínum röðum. Eins verðum við að treysta framkævmdastjóra Liverpool til að meta stöðuna þannig að réttast sé að halda áfram með núverandi leikmenn til loka leiktíðar. Philippe Coutinho var seldur og Daniel Sturridge lánaður þannig að margir telja þó svo að Virgil van Dijk hafi komið þá hafi leikmannahópurinn veikst. Það á eftir að koma í ljós hvort leiktíðin endar á viðunandi hátt. 


Liverpool fór illa út úr því á móti Tottenham Hotspur á Wembley í haust. Segja má að eftir leikinn hafi óvenju mörg spjót staðið á  Jürgen Klopp. Varnarleikur liðsins og markvarsla var sögð svo léleg að liðið myndi ekki ná einu af fjórum efstu sætum deildarinnaar. Í kjölfarið fylgdu 18 leikir án taps. Liverpool á ekki frekar en önnur lið nokkurn kost á að veita Manhcester City keppni um Englandsmeistaratitilinn en City er svo sem ekki komið með titilinn í hús enda árið rétt byrjað. 

Staðan er nú þessi að Liverpool er úr báðum bikarkeppnunum. Liðið er enn með í baráttu um Meistaradeildarsæti og er með í keppninni á þessari leiktíð. Það gæti verið betra en það gæti líka verið mun verra! Mun verra ef haft er í huga hvað margir héldu eftir tapið fyrir Tottenham á Wembley. Liðið okkar er nefnilega mjög gott og eitt af þeim bestu á Englandi!


Leikurinn við Tottenham Hospur er gríðarlega mikilvægur. Með sigri nær Liverpool að styrka stöðu sína gagnvart Hönunum í baráttunni um Meistaradeildarsætið til muna. Að sinni að minnsta kosti í bili. Töpin fyrir Swansea og WBA voru mjög slæm en á móti Huddersfield sýndi liðið sitt rétta andlit. Það andlit þarf að sýna á móti Tottenham sem er magnað lið á góðum degi. 

Ég spái því að Liverpool sýni sitt besta á Anfield Road á móti Tottenham og vinni 2:1. Sadio Mané, sem verður að fara að komast almennilega í gang, og Roberto Firmino skora mörkin. Áfram gakk á móti hækkandi sól!

YNWA!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan