| Sf. Gutt
Úrslit helgarinnar voru mjög hagstæð fyrir Liverpool. Nú stendur það upp á Rauða herinn að færa sér þau í nyt! Liverpool missteig sig illa um síðustu helgi en úrslit leikja síðan hafa verið hagstæð. Það hefur ekki alltaf gengið eftir á síðustu árum að Liverpool hafi náð að færa sér í nyt þegar keppinautar þeirra hafa farið út af sporinu. Núna er ekki annað í boði. Ætli Liverpool sér að ná einu af fjórum efstu sætum deildarinnar verður liðið að vinna Watford í London annað kvöld.
Watford er ekki í fallhættu og liðið hefur verið heldur andlaust í síðustu leikjum en segja má að liðið sé einmitt mótherji sem Liverpool hefur ekki náð sínu besta gegn á þessari leiktíð. Gestgjafarnir eru góðir þegar sá gállinn er á þeim og Liverpool fór illa út úr síðustu heimsókn sinni til þeirra. Leikurinn er því fyrirfram varasamur í meira lagi. En núna verða leikmennn Liverpool að sýna að þeir ætli sér að ná settu marki. Sæti í Meistaradeildinni er í húfi. Liðið brást um síðustu helgi en nú gefst færi á að koma sér í kjörstöðu.
Liverpool fór í efsta sæti deildinnar eftir stórsgur 6:1 í fyrri leik liðanna í nóvember. Þá voru allir bestu menn liðsins í toppformi og engin meiðsli í hópnum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá þeim leik en það er enn í gildi að ef Rauðliðar spila vel þá á allt að geta gengið vel. Von er á Adam Lallana aftur í liðshópinn og það eru góðar fréttir. Ég spái því að Liverpool láti ekki happ úr hendi og vinni 0:2. Divock Origi og Roberto Firmino skora. Fyrst maí er rauður dagur!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Úrslit helgarinnar voru mjög hagstæð fyrir Liverpool. Nú stendur það upp á Rauða herinn að færa sér þau í nyt! Liverpool missteig sig illa um síðustu helgi en úrslit leikja síðan hafa verið hagstæð. Það hefur ekki alltaf gengið eftir á síðustu árum að Liverpool hafi náð að færa sér í nyt þegar keppinautar þeirra hafa farið út af sporinu. Núna er ekki annað í boði. Ætli Liverpool sér að ná einu af fjórum efstu sætum deildarinnar verður liðið að vinna Watford í London annað kvöld.
Watford er ekki í fallhættu og liðið hefur verið heldur andlaust í síðustu leikjum en segja má að liðið sé einmitt mótherji sem Liverpool hefur ekki náð sínu besta gegn á þessari leiktíð. Gestgjafarnir eru góðir þegar sá gállinn er á þeim og Liverpool fór illa út úr síðustu heimsókn sinni til þeirra. Leikurinn er því fyrirfram varasamur í meira lagi. En núna verða leikmennn Liverpool að sýna að þeir ætli sér að ná settu marki. Sæti í Meistaradeildinni er í húfi. Liðið brást um síðustu helgi en nú gefst færi á að koma sér í kjörstöðu.
Liverpool fór í efsta sæti deildinnar eftir stórsgur 6:1 í fyrri leik liðanna í nóvember. Þá voru allir bestu menn liðsins í toppformi og engin meiðsli í hópnum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá þeim leik en það er enn í gildi að ef Rauðliðar spila vel þá á allt að geta gengið vel. Von er á Adam Lallana aftur í liðshópinn og það eru góðar fréttir. Ég spái því að Liverpool láti ekki happ úr hendi og vinni 0:2. Divock Origi og Roberto Firmino skora. Fyrst maí er rauður dagur!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Skaut 50 metra yfir en nú kom það! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Glæsilegur sigur á Þýskalandsmeisturunum! -
| Sf. Gutt
Frábært að koma til Liverpool! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan