| Sf. Gutt

Spáð í spilin

Bournemouth v. Liverpool 

Toppbaráttan er hörð og eftir leiki dagsins má Liverpool ekki misstíga sig á morgun þegar liðið spilar sinn næsta deildarleik. Chelsea hefur spilað frábærlega síðustu vikur og Arsenal hefur safnað stigum af krafti. Það hefur Liverpool líka gert og sigur á morgun kemur Liverpool upp í annað sæti.


Liverpool tekur hús á Bournemouth og þó svo að mótherjarnir hafi ekki haft erindi sem erfiði í síðustu leikjum þá má búast við snúnum leik. Liðið, sem er um miðja deild, tapar sjaldan stórt og stendur jafnan í andstæðingum sínum. Um síðustu helgi þurfti Arsenal að hafa fyrir heimasigri á móti liðinu. Liverpool þarf því að spila vel og nýta þau færi sem gefast. Liverpool vann 1:2 syðra á síðustu leiktíð og mátti hafa fyrir stigunum þremur.

Bournemouth er skemmtilegt dæmi um lítið félag sem hefur fyllilega staðið fyrir sínu með þeim ríku. Fyrir nokkrum árum var liðið næstum fallið úr fjórðu deild en náði að bjarga sér og hefur síðan farið hraðbyri upp í efstu deild. Tiltölulega litlu hefur verið eytt í leikmenn, ráðdeild höfð að leiðarljósi og allt hefur gengið mjög vel. Liðið hélt sæti sínu í efstu deild í vor og var aldrei í mikilli fallhættu.




Þó svo að ekki hafi verið eytt eninum risaupphæðum í leikmenn þá keypti Bournemouth tvo leikmenn frá Liverpool í sumar. Ungliðarnir Jordan Ibe og Brad Smith fóru suður fyrir um það bil 18 milljónir sterlingspunda. Hvorugur hefur lárið mjög mikið að sér kveða en Jordan hefur yfirleitt verið í liðinu. 


Liverpool spilaði ekki ýkja vel á móti Leeds United í Deildarbikarnum en hafði þó sigur með seiglu. Nú verður liðinu breytt aftur eftir að nokkrir ungliðar og eins menn sem spila sjaldnar fengu að spila. Philippe Coutinho og Daniel Sturridge eru frá og  því fær Divock Origi tækifæri til að láta að sér kveða í framlínunni. Hann hefur skorað í tveimur síðustu leikjum og hann skorar aftur á morgun. Liverpool vinnur 0:2. Emre Can skorar hitt markið.

YNWA!



 

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan